Skriða - Hörgárbyggð
Þór Jónsteinsson og Sigríður Kr. Sverrisdóttir

Heim Fréttir/news Hross/horses Söluhross/ for sale Kýr Sauðfé Önnur dýr Um okkur Myndir/pictures hugmynd krækjur

                                  Á leið heim í mjaltir


10.01.2013
Það er ekki á hverjum degi sem manni berast formlegar kvartanir útaf heimasíðunni:)  En mér var bent á það góðlátlega um daginn af nautgripaáhuga manni sunnan af landi að það væri að verða komið eitt og hálft ár síðan eitthvað hefur komið inn á síðuna "kýr" hér á síðunni.  Nú skal því kippt í lag og lofað bót og betrun með hækkandi sól. 

Lífið í fjósinu gengur sinn vanagang.  Mjaltir fara fram kvölds og morgna og því lítið sofið út á morgnana :)  enginn róbót hér á bæ, nema einn handsnúinn reyndar.  Kvótinn kláraðist í byrjun des. en eitthvað var þó greitt fyrir umframmjólk sem betur fer.  Kýrnar hafa verið óvenju hraustar (7,9,13) og ekki mikið þurft að eyða í lyf og dýralækningar þetta misserið.  Misvel gengur þó að koma í þær kálfi.  Hann Ásgrímur sér þó um að kálffylla kvígurnar í stíunum og bíðum við spennt eftir því hvort við fáum einhverjar gráar kvígur undan honum.  Í fyrra vorum við einnig með grátt naut í kvígunum og fengum 2 gráar kvígur undan honum.  Vonandi gerir Ásgrímur betur. Myndin hér að neðan er af Ásgrími.




Þetta er svo aldursforsetinn í fjósinu,  hún Písl gamla.  Hún er alveg ótrúlega skapgóð og ljúf kýr og yndilegur persónuleiki enda enn til þó hún hafi nú aldrei mjólkað frá sér vitið eins og sagt er.  Hún er meira að segja búin að mjólka bara á 2 spenum í ein 2 eða 3 mjaltaskeið en hún er bara svo ótrúlega sæt og góð, kanski ekki sú besta upp á meðalnytina en lífið er bara svo margt annað en tölur á blaði. 


Hér er svo hún nafna mín hún Stína.  Stína er undan Andréssínu ( sem er líka gömul, góð og 2 spena)  sem átti tvíburana í fréttinni hér að neðan.  Stína var eitthvað hálflömuð þegar hún fæddist og við brösuðum við hana í nokkra daga.  Fórum nokkrum sinnum á dag og létum hana standa í lappirnar og vorum talin hálfrugluð í kjölfarið (Sigga og Egill).  Enn viti menn Stína fór að standa og svo að labba (svolítið skrykkjótt þó) og nú hleypur hún um allt fjós kolvitlaus úr frekju og tollir ekki inni í neinni einustu stíu.


Þetta eru svo fjósakettirnir okkar, mæðginin Nótt og Jóhannes.  Jóhannes litli (reyndar stærsti og feitasti köttur sem við höfum átt) er heyrnarlaus og mikill mömmustrákur ennþá.  Hann er svona eins og ofvaxin kettlingur bæði í útliti og í sér.    


10.08.2011

Í dag bar Andréssína sem er merkilegt að því leyti að kálfarnir voru tveir.  Tvær fallegar kvígur, ein rauðskjöldótt og hin rauð.  Þær heita Bella og Mína.


08.07.2011

Kyrrð og ró yfir hópnum á hlýju sumarkvöldi.


27.05.2011



 
Hin árlega ródeókeppni var haldin í dag og keppendur að þessu sinni voru bara tveir en það voru þau Sigga fjósakerling með meiru og Atli Geir vinnumannsræfill og stór sauðfjárbóndi.  Varð svo mjótt á munum að leikar enduðu með jafntefli.  Sigga þurfti reyndar fleiri tilraunir til að komast á bak en á móti lenti Atli mun oftar í jörðinni!!

05.02.2011

Sagan endurtekur sig greinilega, því fyrir ári síðan kynntum við Jesús sem verðandi kynbótanaut á búinu og er hann nú farin að þjóna sínum tilgangi í fjósinu (sjá neðar). Nú aftur á móti kynnum við hálfbróður hans til leiks.  Hann er fæddur í Lönguhlíð, er alveg eins og Jesús á litinn og ósköp gæðalegur greyið.  Miklar rökræður hafa farið fram á heimilinu um hvað hann skuli heita því drengirnir eru harðákveðnir í því að nautið skuli heita Guð.  Engar aðar tillögur eru teknar til greina svo Guð skal hann heita og vonandi á hann eftir að standa undir nafni.  Með Agli og Jónsteini á myndinni eru þær systur í Lönguhlíð Ólöf og Sigrún og eru myndirnar teknar við afhendingu hans. 
 

05.01.2010

Þessi skemmtilega litaði kálfur fæddist á aðfangadagskvöld og hefur hlotið nafnið Jesús.  Því miður var Jesús karlkyns en hann fær nú að lifa í svosem eins og 2 ár.  Við eigum örugglega eftir að freista gæfunnar og halda nokkrum kvígum undir hann seinna til að reyna að fá svona kvígu.  En þessi litur er mjög sjaldgæfur núorðið og langar okkur mikið í svona kýr.  Það er ekki nóg með að hann sé svona fallega grár, heldur eru nokkrar rauðar doppur á honum um allann kroppinn.  Ýtið á myndirnar til að sjá þær stærri. 


18.05.2009

Það eru ekki bara lömb og folöld sem fæðast í vor.  Þó burðurinn hjá kúnum dreifist nú alltaf eitthvað yfir árið þá hafa óvenju margir kálfar fæðst´í vor og erum við heppin þar sem örugglega 70% þeirra eru kvígur. 


15.06.2008

Í dag fóru út fleiri kálfar og við það tækifæri  var rodeó keppni á hlaðinu.  Þór, gunni og Óskar kepptu og krakkarnir prófuðu líka.  Gunni hlaut sigur í dag, enda hafði hann tekið miklum framförum frá því í fyrra.  Smellið hér til að sjá myndir. 


05.02.2008
Aðalbúgreinin hér í Skriðu er kúabúskapur, við erum með u.þ.b. 200.000 lítra mjólkurkvóta.  Fjósið er tvístætt básafjós með brautakerfi, 41 bás og stíur fyrir u.þ.b. 40 smákálfa og geldneyti. Einnig erum við með aðstöðu fyrir geldneyti hjá nágrönnum okkar í Dagverðartungu. 

Kíkið á myndir af kúnum okkar hér - teknar sumar 2007

30.04.2008
Að mörgu er að hyggja í kúabúskapnum og oftar en ekki er maður að glíma við einhverskonar heilsubresti hjá kúnum.  Hún Von okkar, sem er elsta kýrin í fjósinu, bar um daginn og átti gullfallega kvígu.  En hún Von fékk doða og þurfti því að meðhöndla hana.  Doði er kalkskortur og því er kalki sprautað undir húð eða í æð.  Von spratt á fætur og er nú hin hressasta.Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri



 
 

Hit Counter
Teljari settur þann 01.08.2007


Skriða - Hörgárbyggð - 601 Akureyri - tel. +354 461 1057 gsm +354 899 1057
Vefstjórar: Þór og Sigga