29.06.2015
Hér fyrir neðan eru allskyns hestamyndir sem teknar voru í
júní. Húsbóndinn fótbraut sig í vor og þar af leiðandi ekki
verið mikill tími hjá mér til að dunda í tölvunni. En
allt hefur þó gengið vel og er sauðburði loksins lokið
(seinasta bar í gær) og sláttur hafinn þó vorið hafi verið
kalt.
The pictures here below are all taken now in june.
Egill was compiting for the first time on the Molis daughter
Sóldögg frá Skriðu and they did good. then there are
pictures of our new foals and some young horses and most of
them are after Kjarkur frá Skriðu :)

Gæðingamót Léttis 2015. Egill fór með Snilling sinn og
svo í fyrstu keppnina með hana Sóldögg og gekk það bara fínt
miðað við fyrsta mót. Hann fór með Snilling í úrslitin
og endaði þriðji. Sóldögg er undan List frá Fellskoti
og Mola.

Folöldin hafa verið að koma smátt og smátt og fyrst kastaði
Hetja frá Garðsá þessari fríðu og fíngerðu hryssu undan
Kjarki.

Þessir tveir eru einnig undan Kjarki. Sá fyrri undan Ársól
frá Standarhöfði og sá seinni undan Gullinstjörnu frá Höfða.

Svo er hér brúnstjörnótt meri einnig undan Kjarki og Hélu
frá Skriðu og hefur hún fengið nafnið Klöpp. Þá koma tveir
veturgamlir Kjarksynir þeir Foss (rauður) og Flói. Á
seinustu myndinni er svo hann Víðir en hann er undan Dalrós
frá Arnarstöðum og Val frá Úlfsstöðum.

Aldursforsetinn á bænum, hann Grettir, er við
hestaheilsu og fagnar 30 ára afmælinu um þessar mundir :)
Grettir er undan Mósu frá Skriðu og Dreyra frá Álfsnesi,
skrítið að hugsa til þess að ég var 11 ára þegar hann kom í
heiminn ;)

Hér eru svo tvær veturgamlar hryssur, sú rauða heitir Díva
frá Skriðu undan Stjörnu frá Draflastöðum og Kjarki og
sú skjótta Sýn frá Skriðu undan Kjarki og Syrpu frá
Hólakoti.

hér eru svo nokkrir ungfolar sem eru í feitasta lagi eftir
veturinn ;) Stapi frá Hólakoti(rauðjarpur, Bragi frá
Skriðu(dökkjarpur), Sesar frá Skriðu(Leirljós skjóttur) og
Hlynur frá Skriðu (fífilbleikur).
07.06.2015


Í dag fóru kýrnar út í fyrsta skipti og voru þær fjörugar að
vanda. Fengum við marga góða gesti sem hjálpuðu til við að
koma þeim út.
Today our cows went out for the first time this year.
They were happy and jumped around :)
06.06.2015
Goðamótið 2015 á Akureyri var haldið í dag og svei mér þá að
sólin skein á okkur þó lofthitinn færi nú ekki í
tveggjastafa tölu frekar en fyrri daginn. Þetta var
skemmtilegt mót eins og alltaf og Agli gekk vel.
The children and younsters compititon "Goðamót" was in
Akureyri today and after waiting for many weeks we finally
had sunshine. It was a great day and Egill was going
good.

Egill og Snillingur frá Grund fyrsta sæti í fjórgangi barna
(first place in V2).

Egill og Birta frá Skriðu fyrsta sæti í tölti barna (First
place in T3).
02.06.2015
Um helgina rákum við saman tryppin og svorteruðum í hólf
eftir því hvort þau eiga að fara á dalinn í sumar eða í
tamningu. Lúlli Matt kom svo og járnaði fyrir okkur
heilan hóp af tryppum þar sem húsbóndinn var nú svo heppinn
að fótbrjóta sig um daginn á besta tíma hér í sveitinni.
Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir frá deginum.
Last weekend we gathered out horses and took some of them
in for training while others went back outside and wait
until the mountain gets green so they can go to enjoy summer
there:)

Egill og Klara að koma með hópinn, eitthvað varð nú Grána
gamla sein á sér samt;)

Aþena frá Neðri Rauðalæk(F:Kinnskær frá Selfossi), Dögun frá
Skriðu(F:Smári frá Skagaströnd) og Askja frá Neðri Rauðalæk
(F: Kjarkur frá Skriðu)

Sprengja frá Skriðu (F:Óskasteinn frá Íbishóli)
02.05.2015
Lokakvöld KEA-Mótaraðarinnar var um síðustu helgi og gekk
mínum mönnum vel. Keppt var í smala og skeiði.
Last night in KEA-mótaröðin was last weekend and it was a
pace compitition and a track compitition.

Egill og Snillingur voru jafnir Kristínu Ellý og Dadda Páls
í 3-5 sæti og hlutu 3 verðlaunin eftir hlutkesti.
Jónsteinn Helgi var greinilega mjög stoltur af bróður sínum
þegar hann veitti honum verðlaunin ;)
Egill was in 3 place on Snillingur frá Grund

Þór hinsvegar vann opna flokkinn í smala á Hvin frá Miðkoti
eða öðru nafni Barkár-rauð.
Þór was in 1 place on Hvinur frá Barká.

Þór annað sæti í skeiði á Urð frá Skriðu og Egill í 3 sæti í
sínum flokk á Storm frá Steinum en hann fékk hann lánaðan
hjá Jóni Ólafi Sigfússyni á Akureyri.
Þór was in 2 place in pace riding Urð frá Skriðu and
Egill in 3 place og Storm frá Steinum.

Þór varð síðan stigahæsti knapinn í opna flokknum, Egill
stigahæstur í 2 flokk og Þóra Höskuldsdóttir stigahæst í 1
flokk.
Þór also got the most point after the whole compitition
and Egill also in his group. And our team was then winning
the team compitition :)

Lið Hörgársveitar var svo líka stigahæsta liðið svo við
Hörgdælir erum ánægð með árangurinn í vetur. Þessir
krakkar, Jakóbína, Bjarney, Steindór og Jónsteinn voru svo
að veita verðlaunin og stóðu sig vel :)
20.04.2015

Þór og Ösp frá Ytri-Bægisá

mynd 1: Egill á Sögu, Þór á Kjark
Mynd 2: Agnar Þór á Urð og Þorvar á Sóldögg
mynd 3: Þorbjörn á Sálm og Birna á Yrmu

Frábærri helgi lokið og Skriðu fjölskyldan sæl og þreytt
eftir átök helgarinnar. Norðlenska hestaveislan fór
fram úr björtustu vonum. Á Föstudagskvöldið hófst
hátíðin með sýningunni "Fákar og fjör" í Léttishöllinni.
Þar voru mörg flott og skemmtileg atriði og fjölbreytnin
mikil. Þór sýndi Ösp frá Ytri-Bægisá með öðrum
alhliðahrossum, Ösp kom vel út skeiðaði flott. Hún er
í eigu Guðmundar Frímanns og Ingibjargar á Akureyri.
Svo vorum við með rækturnarbúsýningu og sýndum þar 6 hross,
5 undan Mola og eitt undan Andvara frá Ey. Allt gekk
vel enda fengum við úrvalsfólk með í lið, þau Þorvar
Þorsteinsson, Birnu Trygggvadóttur, Agnar Þór Magnússon og
Þorbjörn Hrein Matthíasson.
Great weekend is over and the family in Skriða is happy
but a bit tired today:) The horsefestival in Akureyri was
really fun and everythink went good. On friday there
was a show in the ridinghall in Akureyri called Fákar og
fjör. Þór was showing Ösp frá Ytri-Bægisá with other
fivegaited horses and she was good and was pacing really
good. We also had a breading show with 6 horses from
Skriða, 5 after Moli and 1 after Andvari frá Ey. It
went really good and we had a great team of people riding
for us. They were others then Þór and Egill:
Þorvar Þorsteinsson, Birna Trygggvadóttir, Agnar Þór
Magnússon og Þorbjörn Hreinn Matthíasson.



Á laugardaginn var svo opið hús á nokkrum
hrossaræktarbúum hér í Eyjafirði, þ.e. í Litla-Garði,
Glæsibæ, Litlu-Brekku, Björgum, Skriðu og Garðshorni.
Heppnaðist dagurinn rosalega vel, 15 stiga hiti og sól og
sól í hjarta á fólkinu sem heimsótti okkur. Rúta fór
frá Akureyri um morguninn og fór hringinn og svo komu einnig
þónokkrir á eigin bílum. Við vorum á þjóðlegu
nótunum, buðum upp á kofareykt hangikjöt, hákarl og kleinur
og ýmislegt til að skola því niður með ;)
Stórtenórarnir og konnararnir Stefán og Örn Viðar
Birgissynir þöndu raddböndin við frábæran undileik Reynis
Schöt og fengu þeir góðar undirtektir. Viljum við
þakka þeim kærlega fyrir og öllum sem komu fyrir einnig.
On saturday we had an open day in our horsestable and
were welcomming vistiors. 5 other horsbreading farms here in
Eyjaförður also had an open house and there was a bus
driving from Akureyri who visited all of us. It was a
great day, warm and sunny and alot of people came both with
the bus and on theyr own. Thank you all for comming :)
Our friends and great tenors Örn Viðar and Stefán were
singing for the people and we even had the great pianoplayer
Reynir Schöit was playing along.
Hátíðin endaði svo á laugardagskvöldið á stóðhestaveislu
í léttishöllinni, frábær sýning og fullt af flottum
gæðingum. Alsystkinin Kjarkur og Saga komu fram á
sýningunni og hér að neðan er linkur á myndband af þeim á
veislunni:
The festival ended on saturday night on a stallionshow in
the ridinghall. That was a great show with many great
horses. Kjarkur and Saga the full subling were shown
there and here below you can see a little video of them:
https://www.youtube.com/watch?v=FwmupvfNAx4&feature=youtu.be
17.04.2015
Svolítið sein með fréttirnar en töltið í KEA mótaröðinni var
um daginn og gekk þeim feðgum bara ljómandi vel, Þór keppti
á Töffara frá Hlíð og lenti í b-úrslitum. Hann
vann sig svo upp í a-úrslit og endaði í 3 sæti.
Töffari er mikill töltari með frábæra yfirferð.
Egill og Saga enduðu svo í 2 sæti í sínum flokki.
Þór er efstur í einstaklingskeppninni eins og er og Egill
annar hvor í sínum flokknum svo þetta er spennandi.
Lokakvöldið er svo á næsta fösturdag og verður þá keppt í
smala og skeiði :) Lið Hörgársveitar trónir einnig á
toppnum en mjótt er á munum og allt getur gerst.
A couple of weeks ago there was a tölt compitition in
KEA-Mótaröðin. Þór was in the b- finals on Töffari frá
Hlíð, but was winning that and came in 3 place in A-final.
Egill was second in his catagori on Saga frá Skriðu.
The last evening will be next friday so it is exsiting to
see how it will end. Beacause it is both an individual
compitition and team compititon.
Töffari is for sale :)

Egill og Saga

Þór og Töffari frá Hlíð
15.04.2015
Hið árlega líflandsmót var haldið um páskana, frábærlega
heppnaður dagur, margir krakkar að keppa og svo fengu allir
páskaegg í þáttökuverðlaun. Strákarnir kepptu allir og
stóðu sig vel :)
Every year there is a children compitition in easter in
Akureyri, alot of kids were riding and afterwards everybody
got an easteregg.

Jónsteinn Helgi og Gustur enduðu í 3 sæti í barnaflokki í
tölti eftir sætaröðun dómara (jafn í 1-3)
Agnar Páll og Yrma frá Skriðu í fjórganginum

Egill Már og Urð frá Skriðu voru í fimmgangi opnum flokki.

Þessar krúttsprengjur voru svo í klappliðinu, Eyrún
okkar og Kata í Litlu-Brekku.
03.04.2015



Sóldögg frá Skriðu og Egill í páskablíðunni í dag.
Sóldögg er meri á sjötta vetur undan Mola og List frá
Fellskoti. Hágeng hryssa með frábært geðslag sem
styrkist með hverjum deginum :)
This is Sóldögg frá Skriðu, parents Moli frá Skriðu and
List frá Fellskoti. Great spirited mare with great
movements and she is getting stronger everyday :)
23.03.2015

Það var heiðskýrt og því gátum við skotist út úr fjósinu og
skoðað sólmyrkvann í síðustu viku. Alvaro og Jerome
frá Þýskalandi dvöldu hjá okkur í mánuð og voru svo heppnir
að sjá sólmyrkvann ásamt norðurljósum :)
Sky was clear and that gave us a great oppertunity to watch
the sun-eclips last week. The two workawayers, Alvaro and
Jerome from Germany were staying here for one month and were
lucky enough to see it and the northern lights as well :)
09.03.2015



Annað keppniskvöldið í KEA-mótaröðinni var á
fösturdagskvöldið og var keppt í fimmgangi. Mínum
mönnum gekk vel og vann Þór opna flokkinn á Kjarki með
einkunnina 7,26 og eru þeir þá búnir að vinna bæði
fjórganginn og fimmganginn. Algjör snillingur þessi
hestur:)
Egill keppti svo á henni Ösp frá Ytri-Bægisá og var það
frumraun hennar á keppnisvellinum. Ösp er undan Blæ frá
Torfunesi og erum við með hana í þjálfun fyrir þau Guðmund
Frímannsson og Ingibjörgu á Akureyri. Egill og Ösp
stóðu sig með prýði og enduðu 4 í sínum flokki.
Second comipititon in KEA-mótaröð was on fridaynight and
it was a fivegait compitition. Þór and Kjarkur were
winning again and now with the point 7,26 so now they have
won both fourgait and fivegait :) Egill had a new
horse that we are training here in Skriða, it is a mear Ösp
frá Ytri-Bægisá. It was her first compitition and they
were great and ended in 4 place.
08.03.2015
Blika
frá Skriðu
Diljá
frá Skriðu
Skúmur
frá Skriðu
Þessi 3 hross eru nú einnig seld og hafa því eignast nýja
eigendur. Þetta eru þau Blika frá Skriðu, hún er sýnd
alhliðameri undan Álfi frá Selfossi. Diljá frá Skriðu,
hún er svakalega efnileg meri á fimmta vetur undan Mola frá
Skriðu. Og síðastur en ekki sístur er svo hann Skúmur
frá Skriðu en hann er einnig undan Mola og er mjög geðgóður
of flottur foli.
These 3 horses we have also sold now, they are Blika,
Diljá and Skúmur and they are all from Skriða. Blika
is a daughter of Álfur frá Selfossi but Diljá and Skúmur are
offsprings of Moli frá Skriðu.
23.02.2015

Þessar tvær merar eru nú seldar og á leið út fyrir
landsteinana. Syrpa frá Hólakoti, sú gráskjótta er
farin frá okkur fylfull við Kjarki okkar. En Dulúð frá
Tumabrekku á að fara undir hest í vor og út fylfull.
Þetta eru báðar frábærar merar sem eftirsjá er í, en svona
er lífið :)
These two mares Dulúð frá Tumabrekku and Syrpa frá Hólakoti
are now sold and will leave Iceland soon. Syrpa is
carrying a foal from Kjarkur frá Skriðu and Dulúð should
meet a stallion this spring before she leaves :) great
mares both of them and they will be missed here in Skriða.
20.02.2015
KEA-Mótaröðin 2015 fjórgangur /fourgait compitition
Þór og Egill áttu gott kvöld í gærkveldi í fjórganginum.
Þeir sigruðu hvor sinn flokk á alsystkinum Sögu og Kjarki en
þau eru undan Mola og Sunnu. Þór var 7 eftir
forkeppni, vann B-úrslitin og svo líka A-úrslitin.
Ekki slæmt á fyrsta móti á hringvelli. En um síðustu
helgi keppti Þór á Kjarki í tölti á ísmóti á Dalvík og vann
það líka.
Egill var annar eftir forkeppni en var eftstur eftir
úrslitin. En efstur eftir forkeppnina og annar eftir
úrslitin var Kristján Árni á molasyninum Sálmi frá Skriðu
svo tvöfaldur sigur hjá Skriðubúinu þar ;) Margar
skráningar voru á mótið en allt gekk smurt og hratt fyrir
sig svo þetta var hið skemmtilegasta kvöld. Þetta er
líka liðakeppni og er lið Hörgársveitar efst eftir fyrsta
kvöldið en munurinn er þó mjög lítill á milli liða svo þetta
er bara spennandi.
Þór and Egill were doing good last night in the fourgait
compitition in Akureyri. Þór was riding Kjarkur frá
Skriðu in his first realy compitition and was nr. 7 after
the pre-compitition, but he was winning the B-finale and
then the A-finale.
Egill was riding Saga and they came in the finale in second
place but ended nr. 1. Saga and Kjarkur are siblings
after Moli frá Skriðu and Sunna frá Skriðu.

Egill og Saga

Þór og Kjarkur
Tveir Durgar

Klapplið númer 1.
10.02.1015



Loksins var aðeins hægt að leggja á en hér er búið að vera
stanslaust rok í eina 10 daga og þar sem engin er reiðhöllin
hafa hrossin haft það rólegt undanfarið. Á myndunum er
Skúmur frá Skriðu, 5 vetra molasonur sem við eigum.
Hann er undan hryssunni Svölu frá Hurðabaki. Egill
hefur verið að þjálfa hann í vetur komust þeir loksins í
reiðtúr í gær. Skúmur er skemmtilegur og rosalega
geðgóður, og ekki skemma hreyfingarnar og faxið hann :)
Finally we are able to go riding again after 10 days of
storm :( On the pictures are Skúmur frá Skriðu and
Egill. Skúmur is a 5 years old stallion after Moli and
Svala frá Hurðabaki. He is a really fun and good spirited
horse, and he also has great movements, alot of main and a
big beatiful star on his head :)
06.02.2015

Svipmyndir frá tryppastóðinu okkar, teknar í vetrarsólinni
sem lét loksins sjá sig uppúr miðjum janúar:)
Allskonar litir og misjafnir karakterar.
Pictures taken from our youngsters who are outside.
Here we do not see the sun for about 2 months from middle
for november till middle of january. So we are really
happy to see the sun again and I think the horses are too :)
20.01.2015
Góðan daginn og gleðilegt ár. Loksins hreyfing á
heimasíðunni. Gamla handsnúna tölvan okkar gaf upp
öndina í haust og hefur tekið tíma sinn að endurnýja hana.
En nú er komin önnur og ljósleiðari einnig komin í sveitina
svo netið er svo hratt að ég hef engann veginn við því.
Annað en var þar sem ég gat alltaf skotist og hennt í eina
þvottavél eða svo á meðan talvan skipti um síðu ;)
Það eru núna komnar 3 flottar merar á Söluhross/for sale.
Allt góðar merar sem virka bæði sem keppnis og reiðhross :)
Good day and a happy new year. Finnaly I got a new
computer so I can work on my homepage again. I even
have a new internet connection that is much faster
than than our old connection. There are 3 new mares on
the Söluhross/for sale. All really good mares who work
both for compititions or for riding horses :)
14.10.2014


Hann Jónsteinn Helgi varð 10 ára þann 3 okt. og bauð hann
skólafélögum sínum heim. Hópurinn kíkti aðeins í
útihúsin og heilsaði uppá ferfætlingana. Mesta lukku
vöktu kettlingarnir og svínin okkar tvö. En í sumar
fengum við okkur tvær gyltur pínulitlar og sætar. Þær
heita Hallgerður og Bergþóra og erum mjög skemmtilegar og
eru búina að gefa okkur mörg tilefni til að hlægja í sumar
með úppákomum sínum. Svo eru þær líka rosalega fljótar
að stækka:)
These are pictures from Jónstein's birthdayparty.
He is our youngest child and is now 10 years old. All
the kids were going to our stable to look at the animals and
they found the kittens and our two pigs most interasting:)
10.10.2014

Nú eru göngur og réttir búnar og gengu mjög vel í ár,
blíðuveður og margt fólk til að hjálpa til. Heimtur
eru góðar og vantar nánast ekkert, ég segi nánast þar sem
sumir hafa farið flatt á því að segjast kollheimta ;).
Slátrun er einnig afstaðin og sendum við lömbin á
sláturhúsið á BLönduósi. Við seldum einnig mörg lömb á
fæti í ár svo óvenju mörg fá að lifa fleiri sumur :)
Sumarið var mjög gott og lömbin í samræmi við það hér um
alla sveit. Meðalvigtin okkar var 19 kg sem er meira
en verið hefur áður. Gerðartalan var 11.56 og fitan
7,72.
Now we have gathered our sheep from the mountains, it was
going really good this year we got great weather and a lot
of friends and family were helping us. We have had a
really good sommer so the lambs were big and heavy.
This year we could sell many lambs to other farmers alife so
we did not have to slaugter them all and that is always the
best :)
07.09.2014



Við hjónin skruppum til Skotlands í nokkra daga núna um
mánaðarmótin. Yndislegt land, mikil náttúrufegurð,
almennilegt fólk, fjölskrúðugt dýralíf og fallegar ævafornar
byggingar og kastalar um allt. Flottastar þóttu okkur
þó girðingarnar sem flestar voru hlaðnar úr grjóti.
Við vorum með bílaleigubíl og tókst nú bara ótrúlega vel hjá
okkur að ferðast í öfugri umferðinni þrátt fyrir smá stress
á köflum.
We were on a few days trip to Scotland, and we really
enjoyed it. Beutiful country with lovely people and
great nature and building. Here above are a few
pictures from Scotland.
30.07.2014
Árlegt Bjargarmót var haldið um daginn í 22 stiga hita.
Þetta var frábært mót að vanda og skemmtu sér allir vel.
Every year we have a compititon on the farm Björg here in
the valley. It is always really fun and everybody are
taking part.

Jónsteinn og Bergrós (5 vetra undan Leikni frá Vakurstöðum)
kepptu í barnaflokki og stóðu sig vel og svo renndi
Jónsteinn henni Gránu í skeiðinu og voru þau langflottust.
Steinlá alla sprettina hjá honum og stefndi lengi vel í
verðlaunasæti.
Jónsteinn and 5 years old Bergrós in the childrens class and
on Grána í passcompititon.

Hér eru feðgarnir Þór á Þokkadís frá Sandá og Agnar á Gusti
frá Hálsi.
Here are Þór on Þokkadís frá Sandá and Agnar on Gustur frá
Hálsi.

Hér eru svo starfsmennirnir á "litlu tamningastöðinni" í
Skriðu en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera aðeins
undir meðalstærð :) Fyrst er Sigurður B Sverrisson á Mjöllni
frá Möðrufelli, svo SIgurjón á Urð frá Skriðu og svo Egill á
Sögu.
Here are our friend SIgurður B Sverrisson on Mjöllnir frá
Möðrufelli, Sigurjón on Urð frá SKriðu and Egill on
Saga frá Skriðu.

Síðust en að sjálfsögðu ekki síst er svo ég sjálf á henni
Ársól frá Standarhöfði og með mér er hún Kata í Litlubrekku
og hér fyrir neðan er svo móðir hennar Jónína Garðarsdóttir
sem var á hlaupum allann daginn við mótstörf og sýndi við
það flottann fótaburð:)
This is me Sigga on Ársól frá Strandarhöði and with me is
Katrín Birna Vignisdóttir from Litla-Brekka Horsebreeding
farm and here below is her mother Jónína Garðarsdóttir
and she is showing really high legaction :)

17.07.2014



Egill og Saga að leika sér á túninu í gær. Nú er búið
að halda Sögu undir Brag frá Yti-Hól og krossum við fingur
um hvort hún sé með fyli.
Egill and Saga playing on the field yesterday. Now
Saga was already with the stallion Bragur frá Ytri-Hól and
we hope she is pregnant now.

Á meðan dundaði veiðimaðurinn okkar hann Jónsteinn sér við
að handsama hornsíli í læknum :)
At the same time our fisherman Jónsteinn was trying to
catch some small fishes with his hands :)
12.07.2014

Hér er Kjarkur setinn af Daníel Jónssyni á landsmótinu.
Kjarkur hækkaði úr 8,5 í 9 fyrir fet og úr 8 í 8,5 fyrir
skeið. hæfileikaeinkunn er því komin í og
aðaleinkunn
Here is Kjarkur frá Skriðu ridden by Daníel Jónsson on
Landsmót. He raised his mark to 9 for walk and to 8,5
for pace. So for 8,53 ridderability and 8,37 total:)

Hér er svo ein úr tjaldstemmningunni:) Agnar og
Jónsteinn eitthvað að fíflast.
Here is one picture of Agnar and Jónsteinn playing in the
tenthouse:)
10.07.2014




Landsmót á Hellu 2014. Egill Már og Saga frá Skriðu í
öðru sæti í barnaflokki með einkunnina 9,08. Við öll
fjölskyldan erum ekkert smá stolt af þeim báðum enda eru
þau bæði óttaleg sjarmatröll og smella saman á einhvern
sérstakan hátt :) Landsmótið einkenndist af frábærum
hrossum í öllum flokkum, flottri og fágaðri reiðmennsku og
svo auðvitað úrkomu en enginn er verri þótt hann vökni og
erum við búina að sannreyna það eftir 8 daga viðveru í
fellihýsi :)
Fleiri gleðitíðindi hjá okkur eftir landsmót voru þau að
Kjarkur frá Skriðu hækkaði í kynbótadómi í 9 fyrir fet og
8,5 fyrir skeið. Myndir af honum og Daníel Jónssyni
koma síðar.
Our son Egill Már riding the mear Saga frá Skriðu came in
second place in childrens class in Landsmót on Hella.
We are really proud of them since they are a really good
team, they got the points 9,08. Our stallion Kjarkur
frá Skriðu also raised his point on breedingshow and
pictures of him will come soon.
09.06.2014
Kynbótasýning á Melgerðismelum í Eyjafirði í síðustu viku.
Þór sýndi 4 merar á sýningunni og vorum við mjög ánægð með
útkomuna.
Þór was showing 4 mares on á breedingshow last week and
it went really good.

Urð frá Skriðu 6 vetra, M: Héla frá Skriðu, F:
Andvari frá EY.
b: 8,04 h: 8,35 aðaleinkunn: 8,22

Gína frá Þrastarhóli 8 vetra, M: Blanda frá
Hnjúkahlíð F: Gustur frá Hóli.
b:8,16 H: 8,41 aðaleinunn: 8,31

Blika frá SKriðu 6 vetra, M: Perla frá Víðivöllum
F: Álfur frá Selfossi
b: 8,14 H:7,8 aðaleinkunn 7,94

Dulúð frá Tumabrekku 8 vetra, M: Ófeig frá Tumabrekku
F:Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
b: 7,93 H: 7,75 aðaleinunn: 7,82
08.06.2014

Hér eru betri myndir af folanum undan Hélu og Kjark.
Hann hefur hlotið nafnið Foss frá Skriðu, Dalrósar dóttirin
hefur hlotið nafnið Selja frá Skriðu og Birtusonurinn nafnið
Flói frá SKriðu.
Here are better pictures of the son of Héla and Kjarkur
and he has got the name Foss frá Skriðu. We have also
named the other 2 foals, the one from Dalrós has the name
Selja frá Skriðu and the one from Birta has got the name
Flói frá Skriðu.

Hér er svo eitt enn folaldið, meri undan kjarki og Syrpu frá
H'olakoti, glæsileg meri með fallegan lit. Here is one
more foal, a mare after Kjarkur and Syrpa frá Hólakoti,
really happy to get both mare and beautiful colour :)

Þetta folald eigum við svo með Jóni Páli og Jónínu á Björgum
4. Einnig meri og einnig undan Kjarki og Gullinstjörnu
frá Höfða.
This foal we own with Jón Páll and Jónina. It is a cute mare
after Gullinstjarna frá Höfða and Kjarki.
27.05.2014
Nú eru komin nokkur folöld á Skriðubúinu, alltaf jafn gaman
þegar þau fara að týnast í heiminn og sjá hvort maður fær
meri eða hest, fallegan lit eða eitthvað extra spennandi.
Now we have a few foals here in Skriða it is always
so fun when they arrive, exiting to see if it is a mare or a
stallion and what colour it will have:)

Þetta er meri undan Dalrós frá Arnarstöðum (moladóttur) og
Ramma frá Búlandi. Kom mjög óvænt rauðblesótt meri???
This is a mare after the Molis daughter Dalrós frá
Arnarstöðum og Ramma frá Búlandi, she surpried us with this
colour :)

Þetta er svo hestur undan Birtu frá Skriðu og Kjarki frá
SKriðu, stór og fallegur er hann :)
This is a stallion from Birta frá Skriðu and Kjarki frá
Skriðu, he is big and good looking :)

Síðastur en alls ekki sístur er svo hestur undan Hélu
frá Skriðu og Kjarki frá Skriðu. Hann er nú bara síðan
í gær og því var Héla ekkert alveg á því að leyfa mér að
mynda hann en betri myndir koma síðar.
Last but not least is a stallion also from Kjarkur and
Héla frá SKriðu. He is really new and the mother was
not really happy about the photographer so better pictures
will arrive later:)
19.05.2014



Þetta er Þokkadís frá Sandá, IS2008265046. Hún er
undan Gígjari frá Auðholtshjáleigu. Þokkadís er hér í
þjálfun og er hún feykiskemmtileg og efnileg meri með víga
fótaburð. Þokkadís er til sölu.
This is the mare Þokkadís frá Sandá IS2008265046.
Her father is Gígjar frá Auðsholtshjáleigu. She is
here in training and is very potential and nice horse with
really high legaction. Þokkadís is for sale.
07.05.2014


Nú er sauðburðurinn langt komin á bænum og búið að vera nóg
að gera í honum, það fæðast einnig margir kálfar þessa
dagana og sífellt að verða vorlegra úti. Endurnar
farnar að safna eggjum í hreiður og komin spenningur fyrir
folöldum sem fara að líta dagsins ljós. Við fengum í
heimsókn skemmtilega krakka úr 3 bekk í Glerárskóla á
Akureyri og fjölskildur þeirra. Þau voru að kíkja á
dýrin og sérstaklega á lömbin auðvitað. Kettlingarnir
vöktu líka lukku og tíkin Týra sem vill helst spila fótbolta
þegar hún fær ekki að smala kindum :)
Now we have many lambs, kalfs, kittens and soon we will
also have ducklings and foals, so spring is here finally.
We got a visit from a school in Akureyri a few days ago and
it was really fun. They came to look at all the
animals and play football with our dog Týra :)
06.05.2014


Þeim feðgum Þór og Agli var boðið að koma og taka þátt í
sýningunni Tekið til kostanna á Sauðárkrók um daginn.
Þeir skelltu sér vestur og léku sér aðeins á gólfinu.
Þeir fóru með atriði sem þeir kölluðu "Feðgar á ferð" og
voru á þeim Sögu og Gínu. Svo fóru þeir einnig með
Ársól og Bliku í alhliðahryssusýningu. Þetta var
skemmtilegt kvöld eins og alltaf í Skagafirðinum góða, takk
fyrir okkur Skagfirðingar.
Þór and Egill were riding on the show "tekið til
kostanna" a few days ago. It was a fun show like
always in Skagafjörður :) Egill was riding Saga and
Blika and Þór was riding Ársól and Gína.
18.04.2014 -SELD


Þetta er Moladóttirin Linsa frá Lönguhlíð, hún er fimmvetra
gömul og lofar mjög góðu. Linsa er mjúk og hágeng og mjög
rúm á tölti og brokki, alþæg og ljúf í umgengni. Linsa
er til sölu og upplýsingar veitir Þór í síma 8991057 eða í
skridan@simnet.is
This is the Molis daughter Linsa frá Lönguhlíð. She
is five years old and really promising. She is soft
and has much speed on both tolt and brokk and high
legaction. She is really sweet and for everybody to
ride. She is for sale and informations via email
skridan@simnet.is or
phonenr. +354 8991057.
Videó af Linsu:
http://www.youtube.com/watch?v=VEKHqolZya8
17.04.2014


Þór og Egill á Sýningunni Fákar og fjör sem haldin var í
reiðhöllinni á Akureyri í gærkveldi. Þeir tóku þátt í
nokkrum atriðum, Þór á Ársól frá Strandarhöfði, Gínu frá
Þrastahóli og Bliku frá Skriðu. Egill á Gusti frá
Hálsi og Sögu frá Skriðu. Sýningin var skemmtileg og
fjölbreytt og þulirnir fóru á kostum ásamt hestum og knöpum.
Takk fyrir okkur Léttir :)
There was a horse show in Akureyri yesterday evning.
Þór and Egill were showing a few horses there and it was
going really good. It was a fun show to watch with
many different shows.
08.04.2014 SELDUR


Kamel frá Runnum er fimm vetra ógeltur molasonur sem við
erum með í tamningu. Hann er mjög hágengur og
geðgóður, efni í rosalega flottann keppninshest. Kamel
er til sölu upplýsingar í síma 8991057 eða
skridan@simnet.is
Kamel frá Runnum is a five years old stallion that we are
training. He has really high legaction and great
spirit. Really promising compititon horse. Kamel
is for sale, information: +354 8991057 or
skridan@simnet.is
02.04.2014
Nú er KEA mótaröðinni lokið í ár og var endað á smala og
skeiði. Okkar lið stóð sig rosalega vel í
smalakeppninni enda vanir smalar á ferð. Skeiðið gekk
ekki alveg eins vel enda verið að prufukeyra nýja og unga
skeiðhesta. Lið Guðmundar Hjálmarssonar bar sigur úr
býtum en okkar lið Team Ekta fiskur kom þar nokkrum stigum á
eftir. Öll úrslit má finna inn á
www.lettir.is. Hér
eru svo smá svipmyndir frá smalanum:)
Now the whole KEA compititon is finished and it ended
in a really funny night were they compited in pass and
jumping:) Our team ended in second place of the whole
compititon and we were really happy about that.

Þór og Gustur náðu öðru sæti í meira vönum þrátt fyrir
frekar slakt hindrunarstökk:)
Þór and Gustur were second even though they could not jump:)

Egill og Snillingur voru í þriðja sæti í undir 17 ára
og sýndu þeir mun meiri tilþrif í hindrunarstökkinu:)
Egill and Snillingur were jumping much higher and were in 3
place in 17 years and younger.

Sigurjón varð í 4 sæti í minna vönum, fór hratt og mikinn en
fellti full margar súlur:)
Sigurjón was in fourth place and went really fast:)

Agnar og Jónsteinn voru í verðlaunaafhendingunni á öllum
mótunum og stóðu sig vel:)
Agnar and Jónsteinn were given away the price:)
22.03.2014


Nú er búið að snjóa töluvert hérna hjá okkur undanfarið og
því gott að muna eftir smáfuglunum. Jónsteinn Helgi
smíðaði þennan snilldar fuglafóðrara í skólanum og virðast
þeir litlu alveg kunna að meta hann:)
Jónsteinn our youngest son was building this thing to
feed the small bird. It has been cold and snowing so
they really like to gett somethink to eat:)
19.03.2014

Töltkeppnin í KEA mótaröðinni fór fram á þriðjudagskvöldið.
Okkar mönnum gekk vel, Þór í 4 sæti, Sigurjón í 5 sæti og
Egill einnig í 5 sæti. Þór var á Gínu frá Þrastarhóli,
Sigurjón á Ársól frá Strandarhöfði og Egill á Gusti frá
Hálsi. Liðið okkar Team-Ektafiskur er svo ennþá í öðru
sæti í liðakeppninni. Þannig að gaman, gaman:)
Næst er það svo Smali og Skeið.
They compited in tölt in our team compitition this
week. Þór was in 4 place on Gína frá Þrastarhóli, Sigurjón
in 5 place on Ársól frá Strandarhöfði and Egill also in 5
place on Gustur frá Hálsi. Our team, Team- Ektafiskur
is in second place now:)
10.03.2014

Hér er á ferðinni Móna frá Ytri-Bægisá. Hún er viljug
en traustlynd meri ganggóð og flott.
Hún er til sölu. Hér
fyrir neðan er videó af henni. Upplýsingar í síma
8991057 eða
skridan@simnet.is
This is Móna frá Ytri Bægisá. She is willing and
trustful mare with good gaits and good look. She is
for sale and here below is a
video´of her.
http://www.youtube.com/watch?v=nMupel4lzA8
04.03.2014


Þór og Sigurjón fóru á ís-landsmótið á Svínavatni um síðustu
helgi. Þór gekk vel í töltkeppninni og endaði í 3 sæti
á henni Gínu frá Þrastarhóli. Gína er undan Gusti frá
Hóli og er í eigu Grettis Frímannssonar á Akureyri.
Hér fyrir neðan er upptaka frá úrslitunum í tölti:
http://www.youtube.com/watch?v=2njPZRlkonU
Þór was compiting on a big ice compitition on the lake
Svínavatn on mars the first. He came in third place in
the tölt compitition on the mare Gína frá Þrastarhóli.
If you press the youtube track here above you can see video
of the finals:)
03.03.2014

Nú er hann Ölver seldur og á leiðinni frá okkur, hann fær þó
að vera um kyrrt á fósturjörðinni þar sem hann er bara á
leiðinni í aðra sýslu:) Ölver er mikill snillingur og
skemmtilegur reiðhestur svo vonandi verða nýjir eigendur
ánægðir með hann.
Now we have sold Ölver and he is leaving soon to a nother
part of Iceland:)
28.02.2014

Þór og Ársól frá Strandarhöfði

Sigurjón og Blika frá Skriðu

Egill og Dulúð frá Tumabrekku

Verðlauna afhendingar í öllum flokkum.

Ein skemmtileg af feðgunum:)
Önnur umferð í KEA mótaröðinni í gærkveldi og nú var það
fimmgangurinn. Það gekk nú miklu betur hjá
team-Ektafisk núna en síðast og í lok kvöldsins vorum við
komin í annað sætið í stigakeppninni. Stutt er á milli
liða og allt getur gerst:)
En af okkur; allir 3 í úrslitum, Þór í 5 sæti í sínum flokki
á Ársól frá Strandarhöfði, Sigurjón í 2 sæti í sínum á Bliku
frá Skriðu (og var þetta hennar fyrsta keppni) og Egill í 3
sæti í sínum flokki á Dulúð frá Tumabrekku:) Þannig að
við vorum sátt með kvöldið. Keppnin gekk hratt og vel
fyrir sig þó keppendur væru margir þannig að: frábært kvöld
:)
yesterday evening there was compititon nr. 2 and now it
was fivegaited horses. It was going really well for us
and our team. Þór was in 5th place on Ársól frá
Strandarhöfði in his group. Sigurjon was in second
place in his group on Blika frá Skriðu and Egill was i 3rd
place in under 17 years old. And our team was in
second place after the evening;) so exiting!!!
20.02.2014

KEA-mótaröðin hófst í síðustu viku á fjórgangi.
Nú er keppt í liðum og eru 3 karlar héðan af bæ í liðinu
team-Ektafiskur ásamt Lúlla Matt og fleiri góðum knöpum.
Þór keppir í flokki 1 (keppnisreyndir), Sigurjón í flokki 2
og Egill í flokki 17 ára og yngri og er þar með yngsti
keppandinn í mótaröðinni. Það er keppnisskap í fólki
og vonandi á eftir að skapast skemmtileg stemmning í kringum
þetta allt saman. Á myndinni er Sigurjón á honum Kosti
frá Ytra-Vallholti en þeir gerðu það gott á mótinu og
sigruðu sinn flokk. Kostur er snilldar hestur og
Sigurjón náttúrulega ekki síðri;) Fimm lið eru
skráð til leiks og að loknu fyrsta kvöldinu var okkar
lið í fjórða sæti, en vonandi gengur bara betur næst!
Now there is a role of compititions in the ridinghall in
Akureyri. They started last week with fourgait
programme, Sigurjón our horse trainer did really good and
was winning his group on the horse Kostur frá Ytra-Vallholti
(see picture). This is a team compitition so it
is really fun. Each team has 11 riders. Þór and
Egill are also compiting and they are all in the team-
Ektafiskur:) There are 5 teams in the compitition and after
the first evening we were in 4 place.
18.02.2014
Fékk mér góðan göngutúr í froststillunni í dag, engin leið
betri til að hlaða batteríin:) Heilsaði upp á öll
hrossin í leiðinni og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af
þeim og "skugganum" mínum, henni Týru.

Þetta eru folöldin á bænum en þó ekki öll. Þetta eru
þau Strýta, Bragi, Skjóni, Díana, Viðja og Blesi.

Hér er svo tryppahópurinn!

Graðhestarnir og gamlingjarnir!

Bræðurnir undan Fróða frá Staðartungu, Hlynur sá litli og
Bjarmi sá stóri. Þeir verða 2 og 3 vetra í vor.
Myndar bræður:)
To day was really beutiful, sunshine and cold so I went
for a walk with my camera and took pictures of our young
horses. These two here above are brothers from the
same father; Fróði frá Staðartungu. They are 2 and 3
years old stallions, the small one is Hlynur frá Skriðu and
the bigger one is Bjarmi frá Skriðu.
17.02.2014

Hér er á ferðinni fyrstu verðlauna merin Elding frá
Barká (8,22). Hún er til sölu sjá
söluhross
This is a firstprice fivegaited mare (8,22). She is
for sale, Look at more informations here
for sale.
09.02.2014
Loksins lífsmark á síðunni, síðustu vikur farið í allskyns
verkefni bæði búskapartengd og skemmtana:)Við erum búin að
blóta Þorra þó það hefði nú verið réttara að lofa hann í ár,
svo mildur er hann búin að vera.
Finally some news:) Last weeks have passed really
fast and we have been really occupied both here on our farm
and partying aswell!!!! This time of the year we have
"Þorrablót" here in Iceland. People come together
eating oldstyle Icelandic food, drinking and dancing.

En hér er auglýstur frábær fjölskylduhestur, Þeyr frá Ytri
Bægisá. Kíkið á hross til
sölu
Great family horse for sale (father Moli frá
Skriðu), Þeyr frá Ytri Bægisá
clikc here
10.01.2014

Ný á sölusíðunni hjá okkur er
fyrstuverðlaunamerin, Syrpa frá Hólakoti (Skagafirði).
New on söluhross/for sale
is the firstprice mear Syrpa frá Hólakoti (Skagafjörður).
06.01.2014


Þessi hestur heitir Kostur frá Ytra-Vallholti
(IS2005157591). Hann er undan Arði frá Brautarholti og
Glettu frá Ytra-Vallholti. Kostur er mjög flottur og
hágengur klárhestur með tölti alveg traustur í lund en vel
viljugur. Kostur er til sölu og upplýsingar fást í
síma 8991057 eða email
skridan@simnet.is
This horse is Kostur frá Ytra-Vallholti (IS2005157591).
His father is Arður frá Brautarholti and mother is Gletta
frá Ytra-Vallholti. He is a really good fourgaited
horse with high legaction. He has a solid spirit
but much willingness. He is for sale and information
you get throug email
skridan@simnet.is or by phoning us +354 8991057.
VIDEO:
http://www.youtube.com/watch?v=Zafgkv3ICMo
02.02.2014

Nú eru hrossin að týnast inn eitt af öðru og flest
tamningatryppin farin heim eða útí haga. Hér að ofan
er hún Sóldögg frá Skriðu hún er á fimmta vetur undan List
frá Fellskoti og Mola og Sigurjón tamningamaður.
Sóldögg er létt og skemmtileg meri með opinn gang. Að
neðan er svo stóðhestur á fimmta vetur líka og líka undan
Mola og Svölu frá Hurðabaki. Hann heitir Skúmur frá
Skriðu og knapi er Egill:
Now the horses are comming in the stable one by one, here
is Sóldögg frá Skriðu five year old Molis daughter and the
rider is Sigurjón Örn, our trainer, and her below is Skúmur
olso a five years old Molis son. His rider is Egill
Már.

Egill brá sér einnig á bak á Álm þar sem hann fer til
Austurríkis nú eftir nokkra daga:
Egill is here taking his last ride on Álmur frá Skriðu
who is leaving to Austria in a couple of days:


Svo er hann Kjarkur einnig komin á járn og hér fylgja einnig
myndir af honum og Þór. Hann prýðir einnig forsíðuna:
Then Kjarkur (also a Molisson) is under the saddle and
his rider is Þór:

01.01.2014


Bændur, börn, búalið og
bústofn í Skriðu óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og takk
fyrir innlitið á heimsíðuna okkar á liðnu ári:)
Happy new year from everybody in Skriða, people and animals.
Thank you for visiting our homepage:)
29.12.2013
og í dag seldist þessi snillingur og fer hann til
Austurríkis á nýju ári:

Álmur frá Skriðu undan Dalrós (moladóttur) frá Arnarstöðum
og Álf frá Selfossi.
28.12.2013

Þessar tvær merar undan Stíg frá Skriðu eru nú seldar og
farnar til nýrra heimkynna sem eru nú reyndar hér í
nágrenninu. Þær eiga vonandi eftir að reynast vel í
ferðalögin þeirra í framtíðinni enda stórar og fallegar
merar báðar tvær:) Þetta eru þær Dögg frá Miðkoti og
Kamilla frá Kambakoti.
24.12.2013

02.12.2013
Það hefur lítið líf verið á heimasíðunni undanfarið en
þó er nóg líf á bænum. Tamningar á fullu og búið að
gera flest 3 vetra tryppin okkar reiðfær. Sum eru
komin út aftur og önnur komin inn í staðinn. Hér fyrir
neðan eru myndir af 4 merum sem eru orðnar vel reiðfærar og
eru að fara í frí aftur:) Þær eru allar í okkar eigu og bara
nokkuð spennandi tryppi:)
I have not been really active on the internet the last
weeks but finally here are some new pictures. Most of
our 3 years old horses are now under the saddle and here
below are pictures of 4 mares the are now going out on the
fields again after a good start:)

Diljá frá Skriðu, f: Moli frá Skriðu m: Íris frá Lambhaga.
knapi/rider Sigurður Hermannson


Brana frá Skriðu, f: Kappi frá Kommu m: Dimma frá Akri.
knapi/rider Sigurður Hermannson


Myrká frá Skriðu f: Ægir frá Litla Landi m: Héla frá
Skriðu. knapi Sigurjón Björnsson

Fjöður frá Miðhúsum f: Þröstur frá Hvammi m: Laufey frá
Miðhúsum knapi Sigurjón Björnsson
08.11.2013


Þessar myndir eru svolítið skemmtilegar að því leyti að
þessir 2 félagar hafa stækkað svolítið mikið og breyst en
alveg jafn miklir vinir samt. Agnar Páll er eigandi Breka en
Egill er að þjálfa hann fyrir hann þar sem Agnar er svo
mikið í boltanum:) Breki er þriggja vetra geldingur
undan Roða frá Múla og Rauðhettu Dreyradóttur. Hann er
því frændi Grettis gamla uppáhalds (Dreyrasyni) og vonandi
arftaki ef það gengur svona vel áfram, frábærlega þægur
eftir þriggja vikna tamningu:)
These pictures are so nice since these two friends have
groven really much but are still really good friends.
Breki frá Skriðu and Egill today and 3 years ago:)
Breki has been in training now for 3 weeks, he is a son of
Roði frá Múla. His spirit is great and we look forward
to work with him in the future:)
31.10.2013


Nú erum við búin að vera að gera tryppin okkar, sem eru að
fara á fjórða vetur, bandvön og aðeins reiðfær og hefur það
gengið vel. Mörg falleg og efnilega tryppi í þeim
hópi. Tvær moladætur (Míla og Diljá), ein undan Kappa
frá Kommu (Brana), ein undan Jóni frá Sámsstöðum (Svás), ein
undan Ægi frá Litla Landi (Myrká), ein undan Tenór frá
Túnsberig (Rebekka), foli undan Roða frá Múla (Breki) og 3
tryppi undan Bessa okkar (Staka, Stuðull og Glær) svo
eitthvað sé nefnt.
Það hafa tvær færeyskar stelpur verið hér í mánuð að
aðstoða Andreas í hesthúsinu, þær Rúna og María og svo var
Andreas að yfirgefa okkur í dag eftir 1 og hálft ár hér í
Skriðu.
The last month we have been breaking in our 3 years old
horses. It has been going really good and now most of
them are under the saddle already. There are some
really nice and potential horses there that we look forward
to working with. For example we have youngsters from
Moli frá Skriðu, Tenór frá Túnsbergi, Kappi frá Kommu, Ægir
frá Litla Landi, Roðí frá Múli and Bessi frá Skriðu.
We have had help from María and Rúna, 2 girls from
Føroya wirh training the young
horses and today Andreas was leaving to Denmark again aftir
working here for one and a half year.
29.10.2013

Nýasti bústofinn í Skriðu eru 5 litlir gulir
hænuungar-agalega sætir. Strákarnir keyptu
útungunarvél um daginn og fengu nokkur holdakjúklingaegg að
gjöf frá nágrönnum okkar á Gásum og komu 5 ungar úr fyrstu
umferð. Núna er svo búið að fylla á vélina aftur svo
von er á fleirum.
Here is our new lifestock in Skriða. 5 small, yellow and
incredibly cute chicken "babies". Our boyes bought a
small machine to put eggs in and 4 weeks later we had
chickens:) Now they have filled up the machine again so soon
there will be more.
10.10.2013

Þessar haustmyndir eru af reiðhesti bóndans, Hákoni frá
Hraukbæ. Hákon er undan Galdri frá Sauðárkróki og er
hann mikill gæðingur. Frábær töltari með mikið skap og
karakter, svona eins manns hestur eins og stundum er talað
um. Hákon er nú kominn til ára sinna og farinn að bila
í fótum þannig að hans tími fer senn að líða út. Þetta
eru því einskonar minningar-myndir um hann. Hann er
einnig á forsíðu heimasíðunnar :)
These pictures are of Hákon frá Hraukbæ. He is
Þór's favorite ridinghorse, great tölt horse with hard
spirit and big character, he is "a one man's horse" :)
Now he is old and his feets are not good anymore so his days
are soon over. These lovely pictures are memorial pictures
of him, for us to remember him.
30.09.2013

Rokkur frá Mýrarlóni er seldur og farinn frá okkur suður
yfir heiðar til nýrra eiganda.
Við kíktum í Laufskálarétt á Laugardaginn í blíðskaparveðri.
Alltaf gaman að koma þangað og hitta fólk. Nóg var
allavega af fólkinu og eitthvað var að hrossum líka:) Gaman
að sjá safnið koma niður ásinn og í réttina. Hugsa að
hestar undir hnakk hafi verið fleiri en þeir sem lausir
voru. Frábært hve margir sækja Skagfirðinga heim á
þessum degi.
Rokkur frá Mýrarlóni is sold and has left Skriða to new
owners in the south part of Iceland.
We were going to Laufskálarétt roundup last saturday to look
at all the horses and all the people. And there
were alot of people and horses and nice weather. Great
to see how many people visit Skagafjörður this weekend.
21.09.2013
Sjá hugmynd og
sauðfé
12.09.2013

Nú er Bessi karlinn seldur og á pantaða ferð á meginlandið
síðar í haust. Bessi er einn af þessum eðalhestum,
frábært ganglag, vilji og skap. Svona hestur sem allri
vilja eiga og óskum við nýjum eiganda til hamingju:)
Annars er það að frétta er heyskap lokið í ár og haustverkin
að taka við. Það heyjaðist vel sem betur fer.
Göngur verða um næstu helgi hér í dalnum og því mikil
tilhlökkun að sjá dilkana streyma til réttar og byrja að
vigta, þukla og spekúlera:)
Now our stallion Bessi has been sold and is going to the
mainland later this fall. Bessi is such a great horse,
great gaites, spirit and willingness. He is everyones
dreamhorse so we send our best greetings to the new owner:)
So finally we are finished with harvesting this summer and
got a lot of hey for the vinter. Next weekend we are
fetching our sheep to the mountain and look forward to see
the lambs again and see how much they have groven.
06.09.2013


Rokkur frá Mýrarlóni, risastór og glæsilegur fjórgangari til
sölu. 6 vetra gamall undan Heiðari frá Hólabaki.
Videó:
http://www.youtube.com/watch?v=XLy7K05pqCM
03.0902013

Hér er videóið af Dulúð frá Tumabrekku. Hún er undan
Gaum frá Auðsholtshjáleigu:
here is video of Dulúð daughter of Gaumur frá
Auðsholtshjáleigu:
http://www.youtube.com/watch?v=RnviHZj9XSw
03.09.2013

Þessi tvö eru búin að skipta um eigendur. þau Ynja frá Ytri
Hofdölum og Straumur frá Skriðu og óskum við nýjum eigendum
til lukku með þau.
Now we have sold Ynja frá Ytri Hofdölum and Straumur frá
Skriðu. Congratulations to the new owners:)
We also have new photos of Dulúð frá Tumabrekku on our
salepage and video will come
in tonight:O)
Svo eru komnar inn nýjar myndir af henni Dulúð frá
Tumabrekku sem er auglýst á
sölusíðunni. Vídeó
kemur svo inn í kvöld.

01.09.2013

Og annar nýr á sölusíðunni
Hrímnir frá Syðri-Brennihóli, 5 vetra efnilegur fjórgangari
undan Hrímni frá Ósi.
and another horse for sale, Hrímnir frá Syðri-Brennihóli, 5
years old forgaited gelding after Hríminir frá Ósi.
Horses for sale
31.08.2013

Það var réttað úr Þorvaldsdalnum um helgina vegna slæmrar
veðurspár, við létum það vera að ganga þar sem okkur fannst
spáin ekki svo slæm og féð nánast allt komið heim í hlíðina
ofan við bæinn. En við áttum fjórar skjátur í réttinni
og ein af þeim var hún fröken Esmeralda, orðin stór og væn
og með hárbrúskinn sinn á sínum stað. Esmeralda var
sónuð með lambi í fyrravetur en það fæddist nú aldrei í
vor:) Hún fær þó annan séns enda svona kindur ekki á
hverju strái.
We got a few sheep home from the mountain last weekend, when
some of our neighbours were collecting their sheep home.
One of them was Esmeralda our straings looking sheep.
She did not have a lamb this spring but hopefully she will
next year.
19.08.2013

Nýr á söluhross :
Bjarmi frá Skriðu, 2 vetra ógeltur foli undan Dimmu frá Akri
og Fróða frá Staðartungu.
New on for sale:
Bjarmi frá Skriðu, 2 years old stallion from Dimma frá Akri
and Fróði frá Staðartungu.
18.08.2013


Já sjómennskan er ekkert grín! Skelltum okkur á sjó
með Steingrími afa hans Atla. Lagt var í hann frá Siglufirði
og stímað út á haf. Þeir sem voru með í för voru
Steingrímur, Atli, Sigga, Agnar, Egill og Jónsteinn.
Við komumst að því að fjölskyldan skiptist nokkuð jafnt í
landkrabba og sækrabba. Helmingurinn á áhöfninni hélt
sig nefnilega hægra megin í bátnum og fiskaði eins og enginn
væri morgundagurinn meðan hinn helmingurinn hímdi vinstra
megin misgrænir í framan. Agnar, Jónsteinn og
Steingrímur voru hægra megin en ekki er gefið upp hverjir
voru til vinstri:) Samt sem áður frábær dagur
sérstaklega fyrir sækrabbana!!!
We went fishing to day from Siglufjörður, we were fishing
alot of cod so now we have fresh fish to eat:) Half of
the family were fishing while the other half were feeling
really seasick. So we do not all have sailorsblood
running through our weins:)
15.08.2013

Þetta eru alltsaman heimagangar hér í sumar, þeir fara
frjálsir ferða sinna og fá mjólk úr túttufötu og njóta
lífsins. Þeir eru 6 samtals, 5 gimbrar og 1 hrútur:)
Those lambs do not have a mother so they are staying home
the whole summer and getting milk from a bottle. They
are 6, 5 female and 1 male:)
12.08.2013

Þetta er Skúmur frá Skriðu, 4 vetra graðhestur undan Mola
frá Skriðu. Smellti þessum myndum af honum í gær þar
sem hann var að spóka sig í blíðunni. Skúmur er mikill
töltari og það verður gaman að fara að taka aðeins til hans
næsta vetur og sjá hvað verður úr honum:)
This is Skúmur frá Skriðu, 4 years old son of Moli frá
Skriðu. He looks great and has really good tölt.
We are looking forward to start training him again next
vinter and see how he will develop:)
11.08.2013
Skemmtilegu Einarsstaðamóti lokið eina ferðina enn, tíminn
flýgur áfram:)
Okkar liði gekk bara vel og hér að neðan eru myndir úr
keppninni. Þetta er gæðingakeppni en einnig var keppt
í tölti og skeiði.
We were having a great time in a compitition in
Einastaðir (east Iceland) this weekend. Here a a few
pictures from these days:

Þór og Saga 2. sætið í tölti með einkunnina 7,33 og 7 sætið
í B flokk.
Þór and Saga frá Skriðu second place in tölt with total
score 7,33

Þór og Tinna frá Mýrarlóni, þetta var þeirra fyrsta B flokks
keppni
Þór was riding Tinna frá Mýrarlóni B-Flokkur (fourgaited
horses) and that was her fist compitition.
Álfadís frá Svalbarðseyri og Þór, fóru í B úrslit í A flokk.
Álfadís frá Svalbarðseyri and Þór came in B final in A
flokkur(fivegaited horses)

Gullinstjarna frá Höfða og Þór, 4 sæti í B flokk.
Þór and Gullinstjarna frá Höfða came inj 5 place in B
flokkur.
Stubbarnir stóðu sig flott, Egill nr. 2 á Snillingi frá
Grund, Agnar nr. 8 á Gusti frá Hálsi. Jónsteinn keppti
svo á honum Gretti frá Skriðu, 28 vetra gömlum, ég
sjálf keppti á honum á Einarstöðum í tölti árið 1991 eða
fyrir 22 árum síðan:)
Our boys did good, Egill was nr. 2 on Snillingur frá
Grund, Agnar nr. 8 on Gustur frá Hálsi, Jónsteinn
compited on Grettir who is 28 years old, me myself took part
in this compitition 22 years ago on Grettir. Then he
was 6 years old and I was 17:)

Hún Oddrún Inga Marteinsdóttir fékk hana Trú frá Vesturkoti
lánaða hjá okkur í unglingaflokkinn og voru þær í 8 sæti.
Our friend Oddrún was compiting on Trú frá Vesturkoti in
youth klass. They were nr. 8


Andreas og Bessi kepptu í tölti og B flokki. Þeir
enduðu í 6 sæti í B flokki , unnu B úrslitin í tölti en fóru
svo ekki í A úrslitin enda nóg að ríða tvenn úrslit á svo
skömmum tíma.
Andreas compited on Bessi frá Skriðu in B flokkur and
tölt. The came in 6 place in B flokkur, they were
winning the b finals in tölt but did not ride the a final.

Síðustu myndirnar eru svo af Ársól frá Strandarhöfði sem fór
mikinn á tölti og brokki en neitaði að skeiða í þetta sinn.
´The last pictures are from Þór and Ársól frá
Standarhöfði í A flokki. She was great in tölt and
brokk but said no to the pass.
09.08.2013


Gleðidagur í dag, Moli er inn í A úrslitum tölti á
heimsmeistaramótinu í Berlín. Við sitjum heima og
hugsum til hans, Nils Cristians og Kine Nordbrekkan og yljum
okkur við góðar minningar um góðan hest. Sem betur fer
eigum við nokkur afkvæmi undan honum hér heima sem viðhalda
blóðinu hans:) Erum svo á leið á Einarstaða mót og
ætlum að skemmta okkur þar um helgina.
Happyday to day, Moli is in the A finals in the tölt
compitition in Berlín. We are sitting at home, sending
our good wishes to Moli, Nils Christian and Kine Nordbrekkan
and thinking about our memories about a great horse.
As the pictures shows the whole family has memories about
him.
07.08.2013

Þetta er Linsa frá Lönguhlíð, 4 vetra Moladóttir sem við
eigum. Svakalega efnilega meri, geðgóð, viljug, hágeng
með frábært tölt. Hún er til sölu og kemur videó af
henni fljótlega.
This is Linsa frá Lönguhlíð, she is a 4 year old Moli's
daughter. She is really potential mare, great spirit,
high legmovements, willing and with great tölt. She is
for sale and video is comming soon.
06.08.2013
Svipmyndir frá sýningunni okkar hér á sæludögum í sveitinni.
Vorum með nokkur atriði, sýndum t.d allar gangtegundirnar
inn á vellinum í einu. Vorum öll á heimaræktuðum
hrossum í einu atriðinu, Egill sýndi fjórgangsprógrammið
sitt á Sögu, vorum með elsta og yngsta hestinn saman á
vellinum og grínuðumst svo aðeins líka. Þetta tókst
bara vel og þökkum við öllum gestunum fyrir komuna;)
Pictures from our show on saturday, we were showing many
of our horses, homebreed horses and all gaites :) The whole
family took part and Andreas too. The youngest horse
to take part was 4 years old and the oldest horse was 28
years old.






05.08.2013
Ný hross á sölusíðunni /horses
for sale
01.08.2013

Á laugardaginn verður hátíð hér í sveitafélaginu okkar sem
kallast "sæludagur í sveitinni". Þá er mikil hátíð á
Möðruvöllum fyrri part dags og flott dagskrá á Hjalteyri
seinni partinn svo eru ýmsir viðburðir um alla sveit.
Bændur opna annað hvort garða sína eða fjós eða eitthvað
allt annað. Listagallerý og listasýningar opið,
einhverstaðar er svo hægt að komast á kaffihlaðborð.
Við ætlum að vera með í ár og bjóða upp á smá hestasýningu
hér á vellinum okkar norðan við hesthúsið. Það
verða sýningar klukkan 14 og svo aftur kl. 16. Nóg um
að vera svo það er um að gera að bregða sér á rúntinn um
Hörgársveitina á laugardaginn. Bæir sem taka þátt eru
sérmerktir:)
On saturday we have an open day in our valley, we will
have a big fest the whole day . Many farms opens theyr
door to everybody and this year we will play along and have
a horseshow on our track next to our stable. The show
will be at 2 o'clock and 4 o'clock :)
27.07.2013

Egill og Gustur

Sigurbjörg Ásta besta frænka, Egill, Agnar og Jónsteinn.


Egill og Saga

Egill og Þóra Höskuldsdóttir, en hún stóð sig einnig
rosalega vel á mótinu og á síðustu myndinni er svo Fanndís
Viðarsdóttir á moladótturinni Björgu frá Björgum en þær voru
líka mjög sterkar um helgina, urðu m.a í öðru sæti í
slaktaumatölti.
Íslandsmót yngir flokka fór fram á Akureyri um síðustu
helgi. Þetta var flott mót, margir keppendur
allsstaðar að af landinu, gott veður og flottir hestar.
Egill Már keppti í tölti og fjórgangi á Gusti frá Hálsi og
Sögu frá Skriðu. Bæði Gustur og Saga komust í B úrslit
í fjórgangi, og Gustur komst í B úrslit í tölti en Saga í A
úrslit. Egill valdi að fara á Sögu í bæði úrslitin.
Hann hélt sínu sæti í töltinu þ.e. 4-5 sæti og gerði sér
lítið fyrir og sigraði B úrslitin í fjórgangnum og svo
sigraði hann einnig A úrslitin og endaði sem Íslandsmeistari
:) Það var þreyttur og ánægður stubbur sem kom heim
með keppnishestana sína á sunnudaginn. Saga er undan
Mola og er aðeins 6 vetra gömul. Agnar og
Jónsteinn voru að veita verðlaunin með fleiri krökkum úr
Létti undir traustri stjórn Áslaugar Kristjánsdóttur.
Krakkarnir úr Létti stóðu sig allir rosalega vel, margir
voru í úrslitum og aðrir toppuðu sjálfan sig þannig að
framtíðin er björt á Akureyri.
The Iclandic campionship for kids and teenages was in
Akureyri last weekend, it was a big compitition alot of kids
were coming from all over Iceland to compite. Egill
our 10 years old son was compiting on 2 horses in tölt and
V1. It was going really good, he came in 4-5 place in
tölt and number 1 in fourgait(V1) after winning the B
finals. So great weekend for him and our 6 years old
mare Saga frá Skriðu. Saga is after Moli frá Skriðu
and Sunna frá Skriðu. Really good mare with great
spirit. All the kids from our horsemanunion Léttir
were going really good so the future is ours here in
Akureyri:) It was an happy, tired boy who came home
with his horses on sunday afternoon.
14.07.2013



Ölver heitir þessi gæðingur, hann er 12 vetra, frábær
fjölskylduhestur, þægur og mjög vel töltgengur.
Taumléttur og frábær hestur fyrir alla fjölskylduna.
Einnig fínn ferðahestur mjúkur og traustur. Videó:
http://www.youtube.com/watch?v=_WR2lJ94vrQ Hann er
til sölu upplýsingar í síma 8991057 eða
www.skridan@simnet.is
This horse is a great 12 years old horse for the whole
family. Nice character, goes really good tölt and is
good in the mouth. He is for sale
Videó:
http://www.youtube.com/watch?v=_WR2lJ94vrQ
+3548991057 or
www.skridan@simnet.is
13.07.2013

Dynur frá Arnarstöðum er nú seldur úr landi og er á
leiðinni til Svíþjóðar seinna í sumar. Það var Sigfús
Jónsson á Akureyri sem átti Dyn en við vorum með hann í
þjálfun í sumar. Við óskum nýjum eigendum til hamingju
með frábæran hest.
Dynur frá Arnarstöðum is sold to Sweden and will leave
there later this summer. Congratulations to the new
owners, former owner was Sigfús Jónsson from Akureyri.
08.07.2013
Er að uppfæra Hross/horses, þar er
nú að finna flest hrossin okkar en þó ekki alveg öll:)
I have updated Hross/horses, take
a look at our horses:)
Ég tók svo þessa mynd af einum rebbanum í dag (I took this
photo today , this is one of our foxes:

08.07.2013
Bjargarleikar 2013
Hið árlega bjargarmót var á laugardaginn, en það er svona
innansveitarkeppni hrossaræktarfélagsins Framfara.
Þar var líf og fjör eins og alltaf og margir keppendur.
We had a compititon here in our valley on saturday.
It was Framfari breeding club that was giving the
compitition. It was a lot of fun and the whole family
taking part.

Our youngest boy, Jónsteinn and 6 years old Moli's
daughter Synd frá Skriðu. So nice mare this one. In
the youngest group everyone got a medal but Steini was
winning the lotteri and got this great treehorse extra:)
Keppendurnir voru þó flestir í pollaflokk eða eitthvað vel
yfir 20. Þar fengu allir verðlaun en Jónsteinn var svo
heppinn að vera dreginn út og fékk þennann flotta
verðlaunagrip til varðveislu í eitt ár. Jónsteinn
keppti á Synd frá Skriðu, Synd er 6 vetra undan Mola og
Gullinstjörnu. Sem sagt mjög skyldleikaræktuð enda
slysafang sem heppnaðist líka svona vel. Algjör
öðlingur.

Sigrún María frænka okkar var hjá okkur um helgina og
smellti sér í hnakkinn og tók þátt í teymingaflokknum.
Hún var á Sögu frá Skriðu.
My cousine was also riding in the youngest groop on Saga
frá Skriðu

Grettir gamli (28 vetra) lét sig ekki vanta þetta árið
frekar en önnur og var lánaður á næsta bæ bæði á námskeið og
keppni. En það er hún Ólöf Eyrún í Lönguhlíð sem
geystist um á gamla. Það er létt yfir þessu móti og
alveg leyfilegt að 2 deili sama hrossinu eins og sést á
seinni myndinni:)
My old horse Grettir, 28 years old was there with our
neighboor kid Ólöf.


Agnar og Egill kepptu svo í barnaflokk, Egill á Bessa frá
Skriðu og Agnar á Gusti frá Hálsi. Egill og Bessi urðu
í fyrsta sæti og Agnar og Gustur í öðru:) Svo við
fengum annan tréhest til að hugsa um næsta árið. Eins
gott að þeir séu léttir á fóðrum:)
Our son Egill was winning his groop on Bessi frá Skriðu
and Agnar, also our son, was in second place on Gustur frá
Hálsi

Andreas og Dynur frá Arnarstöðum stóðu sig vel í
opnaflokknum. Fóru í úrslit og enduðu fimmtu og aldrei þessu
vant náðist mynd af Andreasi í brautinni. Þetta mót
greinilega ekki á fjóstíma.
Andreas and Dynur frá Arnarstöðum came in fifth place in
open groop.

Bændaflokkurinn er náttúrulega alltaf skemmtilegastur, en
þar áttum við líka fulltrúa. Hann Atli Geir vinnumaður
tók þátt á honum Mjölni sínum og sveif í úrslit, endaði
einnig 5. Svo lánuðum við einum bóndadurg hest, sá býr
handan Hörgár og heitir Sumarliði. Hann sigraði svo
auðvitað bændaflokkinn á honum Snillingi frá Grund.
Það er orðin hefð að Snillingur vinni bændaflokkinn svo það
er spurning um að ég fari bara sjálf á honum næsta ár í
bændaflokk til að fá nú einu sinni gull:)
Pictures from the groop of farmers. Atli Geir who
is working on our farm came in 5 place.

Síðast ber að nefna okkur hjónakornin, Þór keppti á henni
Gullinstjörnu frá Höfða í opnaflokknum og komst í milliriðla
en þar endaði ferðin sú, ég var á Sögu frá Skriðu og við
vorum í 3 sæti í kvennaflokki. Svo keppti Þór í skeiði
á systkinunum Garra og Jenu frá Neðri-vindheimum.
Garri nr. 1, Jena nr. 3 og Bjöggi nr. 2 á einhverjum
jörpum gæðing.
Then here is me, Sigga, on Saga frá skriðu in 3. place in
womens groop and Þór on Gullinstjarna and then Þór was
vinning the pass on Garri frá Neðri Vindheimum:)
05.07.2013
Afmælismótaröð Léttis lauk í gærkveldi á fimmgangi.
Egill, Þór og Andreas tóku þátt. Egill tók þátt í
sinni fyrstu fimmgangskeppni á Dásemd frá Skriðu og gekk það
bara vel miðað við fyrstu keppni. Hann keppti uppfyrir
sig í unglingaflokki og einungis var einn annar unglingur
skráður en það var hún Þóra Höskuldsdóttir sem keppti á Sám
frá Sámstöðum. Þóra í fyrsta, Egill í öðru.
Þór keppti á Syrpu frá Hólakoti,en hann sótti hana í
graðhestahólfið til Kjarks til að geta verið með á mótinu.
Þór og Syrpa komust í úrslit og enduðu í fjórða sæti.
Andreas fór svo á 5 vetra Álfsdótturinni okkar, henni Bliku
frá Skriðu og renndu þau sér í gegnum prógrammið
áreynslulaus og ánægð með árangurinn, þó það dygði ekki í
úrslit. Alltaf skal Andreas vera snemma í rásröðinni,
þannig að fjósameistarinn og ljósmyndarinn er aldrei mættur
á staðinn:(




There was a compititon in Akureyri last night and Þór,
Egill and Andreas were compiting in five gait. It was
Egils first five gait compitition and he was riding Dásemd
frá Skriðu. He came in 2. place after Þóra
Höskuldsdóttir. Þór and Syrpa frá Hólakoti came in 4.
place. Syrpa has been out with a stallion (kjarkur frá
Skriðu) so she was a bit heavy but fine. Andreas was
riding 5 years old Blika frá Skriðu and it was going good
even though they were not in the finals.
04.07.2013

Nú eru andarungarnir óðfluga að týnast úr eggjunum á bænum
og er því þessi fallegi en óvelkomni gestur búin að gera sig
heimakomin í garðinum hjá okkur. Uglan sveimar hér
milli húsanna og trjánna í leit að bita. Ungarnir eru
ekki úti nema undir eftirliti, húsmóðirin á bænum er því í
kapphlaupi við ugluna um bæjarhlaðið til að halda nú lífi í
jólasteikinni:)
Now our ducklings are comming out of the eggs and that is
why we have this beatiful, but unwelcome visitor in our
garden. The owl wants to catch the small ducklings, so
it is an every day struggle agains the owl and the
housewife, who wants so keep them alive till christmas :)
03.07.2013


Þór er grenjaskytta en kom með þessa 3 snillinga lifandi
heim og eru þeir hér á hlaðvarpanum. Búrið er grenið
svo þeir fara aldrei langt frá því þó þeir séu úti.
Freyja hundur hefur mikinn áhuga á að vingast við tófurnar
en þær eru ekki eins áfjáðar í að vingast við hana!
Þór goes foxhunting and was bringing those cute foxes
home alive few weeks ago. They are playing around
their small home and the dog is always trying to be friends
with them.
01.07.2013

http://www.youtube.com/watch?v=VKIMvFsfPSo
Hér eru myndir og videó af Mjölni frá Möðrufell, frábær
töltari, þægur og viljugur. Egill Már er með hann í þjálfun
og sölu. Mjölnir er sem sagt til sölu.
Pictures and videó of the good tölt and family horse Mjölnir
frá Möðrufelli. Our son Egill has him in training and
he is for sale.
www.skridan@simnet.is

30.06.2013


http://www.youtube.com/watch?v=5Fx-42ab5fM
Dynur frá Arnarstöðum, 9 vetra Molasonur, rosa flottur
fjórgangari. Geðgóður og hágengur. Hann er búin að vera hér
í þjálfun um tíma og er að blómsta þessa dagana :)
This is the 9 years old Moli's son Dynur frá Arnarstöðum.
He has great spirit and high legactions. We have been
training him for some time and he is always getting better
and better:)
27.06.2013

Í gærkveldi var haldið fjórgangsmót á Hlíðarholtsvelli á
Akureyri. Þetta er eitt af afmælismótum Léttis en
félagið er 85 ára á árinu. Þór keppti á Sögu frá
Skriðu og lentu þau í 3 sæti. Saga er 6 vetra undan
Mola frá Skriðu og Sunnu frá Skriðu. Andreas keppti
einnig á Dyn frá Arnarstöðum og Bessa frá Skriðu og var hann
alveg við það að komast í úrslit á Bessa. Egill keppti
svo í barnaflokki og marði 1 sætið eftir harða baráttu við
Kristínu Rögnu Tóbíasdóttur. En hún Kristín Ragna er
nú hálfur Hörgdælingur svo það hefði nú verið í góðu lagi að
tapa fyrir henni:)
Yesterday there was a compititon í V1 in Akureyri. Þór
and Saga (molis daughter) came in 3 place. We are very
happy about her and will keep her as a compition horse for
at least 1 more year bofore she gets a foal. Andreas
was also compiting on Dynur frá Arnarstöðum and Bessi frá
Skriðu. He was really close to getting into the finals
on Bessi. Egill was compiting in children groop and
came in first place:)
25.06.2013

Nú eru komnir andarungar á bænum, þessi er eitthvað
seinþroska og á erfitt með gang og er því bara nýja
gæludýrið í húsinu. Uppáhalds tími dagsins er þegar
einhver sest við sjónvarpið og hann fær að kúra í
hálsakotinu. Það sannar víst enn og aftur að flest
ungviði eru eins að upplagi,
hvort sem það eru mannabörn eða "andabörn"
Now we have the small ducklings on our farm. This one
is really small and has problems with walking so he is our
new pet. His favorite time is when he gets to coddle
in front of the TV and feel the warm from the human body.
So every infant is the same in general, human or not:)
24.06.2013
21.06.2013
Bessi frá Skriðu í gæðingakeppni Léttis 2013, einkunn 8,45

http://www.youtube.com/watch?v=T517zIHRoJw
20.06.2013

Menntaskólapían okkar er svo flogin af stað út í heim.
Eyrún fór í dag til Spánar og ætlar að dvelja þar næstu
vikurnar í spænsku og leiðtogaskóla. Það eru einhver
meiri útrásargen í henni er foreldrunum sem eru óttalegir
Íslendingar í sér:)
19.06.2013


Mynduðum aðeins í dag í góða veðrinu, hér er Álmur frá
Skriðu 5 vetra graðhestur undan Álfi frá Selfossi og
Dalrós frá Arnarstöðum (Moladóttur). Hann var sýndur í
vor og fór í fyrstu verðlaun, 8,07 í aðaleinkunn (Sjá dóm
aðeins neðar). Hér má einnig sjá videó af Álmi:
http://www.youtube.com/watch?v=CsBNjBzNgL8
This is Álmur frá Skriðu, he is a 5 years old stallion after
Álfur frá Selfossi and Dalrós frá Arnarstöðum. He got
first price in a breeding show this spring, 8,07.
Above is a video of Almur.


Þetta er svo Hátíð frá Kommu, hún er 5 vetra undan Mola frá
Skriðu og er hér í þjálfun. Skemmtilega hryssa
með mikla fótalyftu og flottann lit. Hér er líka videó
af henni:
http://www.youtube.com/watch?v=3Iqz-TYud7Q
Here is also video of Hátíð frá Kommu, she is also 5 years
old, daughter of Moli frá Skriðu. She is here in
training. Really potential mare with high legaction
and nice color. Both Álmur and Hátíð are for sale.
+3548991057 or
www.skridan@simnet.is
Álmur og Hátíð eru bæði til sölu og upplýsingar veitir í Þór
í síma 8991057 eða
skridan@simnet.is
17.06.2013

Gleðilega þjóðhátið kæru samlandar:)
13.06.2013
Nú líður að því
að Kjarkur fari í hólf og taki á móti merum. Kjarkur
er 5 vetra gamall, undan Mola frá Skriðu og fyrstuverðlauna
hryssunni Sunnu frá Skriðu. Þeir sem voru búnir að
melda sig með merar eða hafa áhuga á að nota hestinn eru
beðnir um að hafa samband við Þór í síma 8991057 eða
senda okkur póst á
www.skridan@simnet.is Verð er 50000 með hólfagjaldi en
án sónarskoðunar.
13.06.2013

Það er kominn annar Kjarksonur, Haukur frá Skriðu.
Hann er undan Rimmu frá Ytri-Bægisá og Kjark frá Skriðu.
Hann var ósköp nýr og þreyttur þegar ég myndaði hann í
morgun og sveimérþá steinsofnaði bara í miðri myndatöku.

Þetta er Ilmur frá Skriðu undan Kringlu (Stígsdóttur) frá
Steinsstöðum og Kinnskæ frá Selfossi. Þær mæðgur lentu
í smá hrakningum á fyrsta sólarhringnum þar sem hinar
merarnar vildu allar eiga Ilmi og reyndu stanslaust að ræna
henni. Þær mæðgur voru því færðar í annað hólf til að
frá frið.

13.06.2013

Hér eru nýjar og betri myndir af Hetju og Huldarsyninum og
Dalrósar og Kinnskæsdótturinni (Viðju) En fyrir neðan
eru svo einnig nýrri og betri myndir af fyrsta
Kjarksafkvæminu sem er fætt okkur. Þetta er foli og
hann er undan Drottning frá Ábakka. Glæsilegur hestur,
bæði háls- og leggjalangur.


Þetta er svo hún Jasmín frá Tungu með folaldið sitt en það
er meri undan Möttli frá Torfunesi. Þó hún sé ekki
margra daga gömul erum við búin að sjá hana taka flotta
skeiðspretti.
12.06.2013
Sumarið er tíminn:)




11.06.2013
Ródeó Skriðu 2013
Eins og alltaf var mikið fjör þegar kvígurnar voru settar
út. Þáttakendur í ródeóinu í ár voru Þór sjálfur,
Guðjón verknemi, Atli vinnumaður og Egill bóndasonur.
Leyfum svo myndunum að tala sínu máli:)



10.06.2012

Sumarið kom með hvelli loksins þá það kom. Sunnan
vindur og yfir 20 stiga hiti í síðustu viku og ennþá er
frábært veður. Skaflinn úr garðinum loksins horfinn og
búið að saga ósköpin öll af brotnum trjágreinum úr garðinum.
En trén þoldu illa snjóþungann í vetur. Miklir
vatnavextir voru og árnar kolmórauðar. Hörgáin flæddi
yfir bakka sína og gerði mörgum lífið leitt. Hér var
hún þó til friðs en lék sveitunga hér neðar í sveitinni
illa.
09.06.2013

Þessir fjörugu fimmmenningar skipa söngsveitina
"Smaladrengirnir". Þeir hófu ferilinn á öskudaginn,
unnu söngkeppni í Blikkrás, myndband poppaði upp á facebook
og þá fóru hjólin að snúast. Þeir eru síðan búnir að
troða upp á árshátið karlakórs Akureyrar og í kaffisamsæti
framsóknarflokksins í kosningabaráttunni. Í dag voru
þeir síðan að syngja á opnum degi hjá ferðaþjónustunni í
Skjaldarvík svo nóg að gera í söngnum:)
Smaladrengirnir eru Jónsteinn, Ísak, Bjartur, Magnþór og
Hákon.
09.06.2013

Í dag fór Þór á gæðingamót Funa á Melgerðismelum sem var
einnig úrtaka fyrir fjórðungsmót. Hann fór með 3
merar, hana Sögu í B flokk og systurnar Ársól og Syrpu í A
flokk. Saga stóð efst í B flokknum og Ársól í A
flokknum en Syrpa var 4. Það var Andreas sem sat Syrpu
í úrslitum. Myndina tók Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
og "Taggaði" okkur á hana á facebook:)
08.06.2013

Goðamótið var haldið í gærkveldi og í dag en það er
íþróttamót fyrir börn og unglinga. Egill og Gustur
náðu 1 sætinu í tölti og fjórgangi en heildarúrslit mótsins
eru á www.lettir.is Þetta
var flott mót og veðrið frábært, krakkarnir allir vel
ríðandi og sýndu mörg miklar framfarir en það vantaði bara
eitt og það voru fleiri börn í keppnina;)
03.06.2013
Gæðingamót Léttis 2013

Agnar Páll keppti á Snillingi frá Grund í barnaflokki,
Snillingur steig út úr brautinni í niðurhægingunni og fengu
þeir félagar því ekki einkunn, það gengur bara betur næst:)
Egill og Gustur kepptu líka og unnu barnaflokkinn en fast á
hæla honum kom hún Pálína Höskulds sem er með Agli á
myndinni. Egill Már fékk einnig Djáknabikarinn en hann
er veittur því barni eða unglingi sem efstur er i forkeppni.
Bikarinn er gefinn af Magnúsi Árnasyni og sonum hans í
minningu um Djákna á Dalvík sem þeir kepptu allir á. Hann
hlaut 8,47 í forkeppninni en 8,55 í úrslitum.
Þór prufukeyrði Dyn frá Arnarstöðum í B flokk og gekk það
allt í lagi en dugði þó ekki í úrslit. Andreas og
Bessi áttu hinsvegar mjög góða daga og enduðu í 4 sæti í
B-flokknum með 8,45.
30.05.2013
Jæja þá eru litlu krílin farin að láta sjá sig:)

|
Strýta frá Skriðu hefur þessi dama verið nefnd, hún er undan
Hélu frá SKriðu og Kinnskæ frá Selfossi. Ekkert smá
flott á litinn, við höldum einna helst að dökki liturinn sé
móvindóttur.

Viðja frá Skriðu hefur svo þessi verið nefnd, hún er undan
Dalrós frá Arnarstöðum (Moladóttur) og Kinnskæ frá Selfossi.
Ekki eins skrautleg og Strýta en þó með þessa fallegu
stjörnu.

Þessi herra kom svo í heiminn í nótt og hefur því ekki verið
nefndur neitt ennþá, hann er undan Drottningu og Kjark frá
Skriðu.
24.05.2013
Það fara mörg hross í gegnum okkur til hinna ýmsu landa og
alltaf er gaman að fá fréttir og myndir af þeim í nýjum
heimkynnum, og þá sérstaklega þegar maður fær virkilega
góðar fréttir og eigendurnir eru ánægðir. Þá er
takmarkinu náð. En þessar myndir fengum við sendar
nýlega:

Hún Catinka er frá Berlín hún er mikið náttúrubarn og var að
vinna hjá okkur í nokkra mánuði fyrir nokkrum árum og keypti
þá þennan skjótta fola af okkur. Hann var þá lítið
taminn en geðgóður og fínn. Þar sem Catinka aðhyllist
mikið lífrænan lífstíl og er mikil náttúruverndar manneskja
lifir hún svolítið ævintýralegu lífi eins og myndirnar
sína;)

Hér er svo hann Bylur Molasonur(sá rauði) með nýjum vini og
eiganda á sænskri grund og svo Rommel með eiganda
sínum í þeirra fyrstu keppni á Þýskri grund:)
23.05.2013
Það eru fædd 3 folöld í Skriðu en ekkert þeirra eigum við
þannig að við bíðum enn.

Stella frá Skriðu tók með sér laumufarþega í
Hafnafjörðinn í fyrra haust og er því komin heim í
fæðingarorlof en heldur svo aftur suður yfir heiðar næsta
vetur. Hún kastaði rauðum hesti. Hetja frá
Garðsá kastaði síðan þessum myndarlega rauðskjótta hesti
undan Huldari frá Sámsstöðum. Það er Orri á Garðsá sem
á hann. Síðan Kastaði Birtan okkar þessum fallega
blesótta hesti undan Kinnskæ frá Selfossi en það eru þau
Sumarliði og Stefanía á Rauðalæk sem eiga hann.

22.05.2013

Nú er sauðburður langt komin, ekki nema nokkrar skjátur sem
láta bíða eftir sér núna. Allt hefur gengið eins og í
sögu og flestar komnar út með lömbin, þrátt fyrir að engin
beit sé komin. Allar skepnur á fullri gjöf ennþá og
verður það þannig eitthvað fram eftir sumri sýnist okkur.
Litadýrðin í lömbunum er mikil að vanda, bara gaman af því.

Vorverkin eru líka í fullum gangi og svellatúnin, sem við
héldum ísmót á í vetur, orðin að flögum enda var grasið
steindautt í þeim og ekkert við því að gera nema plægja og
sá í þau upp á nýtt :O(. Túnin okkar eru mjög illa
farin eftir þennan langa vetur og ekki bjart yfir með
heyfeng í sumar en eins og sagt er: "þetta reddast"
20.05.2013
Fórum með þessi 4 hross á kynbótasýningu á Akureyri í
síðustu viku:

Ársól frá Strandarhöfði 6 vetra Klettsdóttir
Höfuð |
8 |
Háls/herðar/bógar |
8.5 |
Bak og lend |
8 |
Samræmi |
8 |
Fótagerð |
7.5 |
Réttleiki |
8 |
Hófar |
8 |
Prúðleiki |
7 |
Sköpulag |
8.01 |
|
Kostir
Tölt |
8.5 |
Brokk |
9.5 |
Skeið |
8 |
Stökk |
8 |
Vilji og geðslag |
8.5 |
Fegurð í reið |
8 |
Fet |
7.5 |
Hæfileikar |
8.35 |
Hægt tölt |
7.5 |
Hægt stökk |
7.5 |
|

Syrpa frá Hólakoti 6 vetra Klettsdóttir
Höfuð |
7.5 |
Háls/herðar/bógar |
8 |
Bak og lend |
9 |
Samræmi |
8 |
Fótagerð |
8 |
Réttleiki |
8 |
Hófar |
8.5 |
Prúðleiki |
7.5 |
Sköpulag |
8.09 |
|
Kostir
Tölt |
8 |
Brokk |
8.5 |
Skeið |
8.5 |
Stökk |
8 |
Vilji og geðslag |
8.5 |
Fegurð í reið |
8 |
Fet |
8 |
Hæfileikar |
8.22 |
Hægt tölt |
8 |
Hægt stökk |
8 |
|

Álmur frá Skriðu 5 vetra Álfssonur
Höfuð |
8 |
Háls/herðar/bógar |
8.5 |
Bak og lend |
7.5 |
Samræmi |
8.5 |
Fótagerð |
8.5 |
Réttleiki |
7.5 |
Hófar |
8.5 |
Prúðleiki |
8 |
Sköpulag |
8.29 |
|
Kostir
Tölt |
8 |
Brokk |
8 |
Skeið |
7.5 |
Stökk |
8 |
Vilji og geðslag |
8 |
Fegurð í reið |
8 |
Fet |
8 |
Hæfileikar |
7.92 |
Hægt tölt |
7.5 |
Hægt stökk |
7.5 |
|

Bessi frá Skriðu 6 vetra Gýgjarssonur
Höfuð |
7.5 |
Háls/herðar/bógar |
8.5 |
Bak og lend |
7.5 |
Samræmi |
8 |
Fótagerð |
8 |
Réttleiki |
7.5 |
Hófar |
8 |
Prúðleiki |
8 |
Sköpulag |
8.01 |
|
Kostir
Tölt |
8.5 |
Brokk |
8 |
Skeið |
5 |
Stökk |
8 |
Vilji og geðslag |
8 |
Fegurð í reið |
8 |
Fet |
7.5 |
Hæfileikar |
7.59 |
Hægt tölt |
8 |
Hægt stökk |
7.5 |
|
13.05.2013
Bellutölt 11.05.2013 í Léttishöllinni á Akureyri. Gull
og Sifur þema, matur og gleði á eftir:)

Sigga tók þátt í kvennatölti um síðustu helgi og fékk sinn
fyrsta gullpening, já og reyndar sinn fyrsta pening
yfirleitt í hestaíþróttum. Hún var á Sögu frá Skriðu,
6 vetra moladóttur og voru þær með 6,67 í einkunn eftir
úrslitin. Keppninni var skipt í 3 hópa eftir
keppnisreynslu og var Sigga í miðhópnum.

Hún tók líka þátt á Gusti frá Hálsi og urðum þau í öðru sæti
eftir forkeppni, hann fékk líka stærri skammt af skrauti
greyið enda lætur hann allt yfir sig ganga þessi elska:)

Svo áttum við líka tvö "langömmubörn" þarna, tvær 5
vetra merar frá Þrastarhóli. Þær eru báðar undan
Tvisti Molasyni frá Arnarstöðum. Hágengar og flottar
merar og með eigendur sína á baki. Írena frá
Þrastarhóli og Berglind Viðarsdóttir og Tjáning frá
Þrastarhóli og Ólöf Harpa Jósefsdóttir (Þrastarhólsfrú) :)

Hún Linnea Kristin fékk hann Dróma lánaðan hjá okkur.
Hann fengum við í hestakaupum um daginn, hágengur, viljugur
töltari. Þetta var fyrsta keppnin hans Dróma og það
voru einhverjir tæknilegir örðuleikar en það gengur bara
betur næst. Einnig tók Álmur frá Skriðu þátt með hana
Andreu Þórey Hjaltadóttur á baki. Það gekk nú bara
nokkuð vel miðað við aldur og fyrri störf. Álmur er 5
vetra Dalrósar og Álfssonur.
Ljósmyndir: Valþór Ingi Karlsson
28.04.2013
Fórum með Moladæturnar á Tekið til kostanna á Sauðárkrók í
gærkveldi og með í för var einn sonur líka, en Pistill frá
Litlubrekku bættist í hópinn, merarnar voru Björg frá
Björgum, Gullinstjarna frá Höfða, Óskastjarna frá Stóru
Laugum, Saga frá Skriðu og Sæludís frá Þórshöfn. Hér
eru smá sýnishorn af hverju þeirra en myndatakan í
mismiklum gæðum þó.

Björg og Viðar

Gullinstjarna og Þór

Óskastjarna og Andreas

Sæludís og Þorri

Pistill og Vignir

Saga og Sölvi Sig.

Hér fylgir svo ein með af Mola, einnig tekin í
Sauðárkrókshöllini fyrir nokkrum árum síðan.
27.04.2013
Moladætur á Fákum og fjör um síðustu helgi: Videoið
fengið að láni á
www.bjorg1.is þar eru einnig hægt að sjá fleiri atriði
frá sýningunni:)
http://www.youtube.com/watch?v=9DbAiYJew1M&feature=youtu.be
25.04.2013

Við eigum einn handboltamann líka, lífið snýst ekki
eingöngum um klauf og hófdýr hér á bæ. Agnar Páll æfir
handbolta með KA á Akureyri. Um þar síðustu helgi var
síðasta mót vetrarins og unnu þeir sína deild og unnu sér
sæti í þeirri næstu. Á seinni myndinni eru þeir
félagar Agnar og Jón Stefán Þorvarðsson að glíma við einn af
sunnan:)
21.04.2013
Fákar og Fjör í reiðhöllinni á laugardagskvöldið, frábær
sýning og mikil skemmtun takk fyrir okkur:)

Syrpa frá Hólakoti og Þór sýndu í hópi alhliðahrossa og tóku
vel á því, skeiðið allt að opnast í henni (myndirnar þó
teknar á brokki).

Bessi frá Skriðu og Andreas sýndu í hópi afkvæma Gígjars frá
Auðsholtshjáleigu, þeir liðu um salinn á endalaust rúmu og
góðu tölti.

Gustur frá Hálsi og Egill sýndu í barna og unglingasýningu
Léttis og stóðu sig vel að vanda. Flott sýning hjá
krökkunum og Linu Eriksson sem þjálfaði þau. Klikkið á
seinni myndina til að sjá eitthvað:)

Ársól frá Strandarhöfði og Þór sýndu einnig í hópi
alhliðahrossa, Ársól er alltaf kát og endalaust rúm
sérstaklega á brokki!

Hér eru svo tvær myndir af honum Pistli frá Litlubrekku en
hann er molasonur sem vakti athygli okkar, rosalega mjúkur
og fallegur hann Pistill og að sjálfsögðu er knapinn hann
Vignir í Litlubrekku ekki síðri :)

Mörg flott og vel æfð atriði voru á sýningunni og m.a.
þessir 8 gráu gæðingar:) Þulurinn minntist á að Lífland
hefði tæmt sjampóbirgðirnar í vikunni fyrir sýningu.

Svo voru það leynigestirnir sem fór á kostum. Búin að
sjá nokkur eftirhermuatriði í gegnum tíðina en þetta var
klárlega það fyndnasta. En þarna voru á ferð Jón
Björns, Baldvin Ari, Þorbjörn Matt, Líney í Tunguhálsi og
Tryggvi Björns og hafa þau sjaldan sést eins vel ríðandi og
með eins flott tilþrif og þarna.
Sýndum svo einnig 5 moladætur saman í hóp og tókst það vel,
ljósmyndarinn naut þess bara að horfa og gleymdi að taka
myndir en það verður bara næst;)
10.04.2013
kíkið á hross til sölu, Trú
frá Vesturkoti:)
30.03.2013
Fórum á Líflandsmótið (páskaeggjamótið) í reiðhöllinni á
Akureyri í dag og skemmtum okkur konunglega. Þetta er
klárlega eitt skemmtilegasta mót vetrarins, fullt af krökkum
og ungmennum að keppa og allir stóðu sig frábærlega.
Eins gekk þetta rosalega hratt og vel fyrir sig, alltaf
einhver í hringnum og enginn lét bíða eftir sér:)

Jónsteinn Helgi tók þátt í pollaflokk og fékk að launum
verðlaunapening og páskaegg nr. 3 frá Nóa og síríus:) Hann
keppti á honum Kóng frá Útibleikstöðum en hann fengum við í
hestakaupum fyrir stuttu. Kóngur er 10 vetra gamall,
stór og fallegur móvindóttur hestur og það stóð nú til að
selja hann fyrir slikk en líklega er hann bara búin að finna
elliheimilið sitt greyið enda vænsti klár. Á síðustu
myndinni er svo Hákon Valur á Rauðalæk, vinur Jónsteins.

Egill keppti svo á Snillingi frá Grund og Gusti frá Hálsi í
fjórgangi og báðir náðu í úrslit. Gustur stóð efstur
eftir forkeppni svo hann fór á honum í úrlitin og hélt sínu
sæti sem sagt gull í fjórgangi.

Hann fór síðan einnig með Gust í tölt og líka hana Ársól frá
Strandarhöfði, 6 vetra Klettsdóttir. Þau náðu einnig
bæði í úslit og aftur stóð Gustur efstur en Ársól í 3-4
sæti. Hann ákvað svo að hvíla Gust og fara með Ársól í
úrslitin og enduðu hann og Pálína Höskuldsdóttir í 2-3
sæti. Eftir hlutkesti lenti hann svo þriðji:)
Það var hann Jónsteinn Helgi sem myndaði mest í dag þannig
að myndirnar eru teknar frá svolítið öðruvísi sjónarhorni en
vant er:)
29.03.2013

Nú er páskafrí í skólunum og þá snjóar inn vinnumönnum okkur
til ánægju og yndisauka:) Atli er búin að vera að
keyra út skít og fleira hér um hátíðina. Verst
að fríið er stutt núna en ýmis teikn eru á lofti um að vorið
sé að nálgast, t.d. eru kindurnar að verða býsna sverar eins
og sést á henni Millu hér fyrir neðan.


Hér eru svo fleiri myndir af henni Trú frá Vesturkoti (sjá
hér aðeins neðar) og videó að auki:
http://www.youtube.com/watch?v=OAln9UWKkng
28.03.2013

Fórum á stóðhestaveislu í reiðhöllinni á Sauðárkróki í
gærkveldi og hittum þar fyrir stórsnillingana og
heimalingana okkar þá Óskar og Björn. Þó það sé ekki
margt í lífinu sem maður getur verið viss um þá er eitt
alveg á hreinu að þeir breytast aldrei, þeir eru "alveg
orginal":)
Þetta var sannkölluð veisla og mikil skemmtun, margir
graðhestar í öllum stærðum og gerðum og frábært að sjá svona
marga graðhesta á einni sýningu til að geta borið saman og
spekúlerað. Við fórum með hann Kjark Mola- og Sunnuson
og hér fyrir neðan eru myndir af þeim Kjark og Þór.
Kjarkur er svona "made in sveitin" hestur báðir foreldrarnir
frá Skriðu, ekki leiðinlegt það:) Hann er mjög
skemmtilegur, lipur og geðgóður fimmvetra foli með flottar
hreyfingar sem á vonandi eftir að vaxa og dafna með auknum
styrk og aldri.


25.03.2013


Þessir tveir skiptu um eigendur um helgina þetta eru þeir
Rögnvaldur Mosi (skjóttur) og Klaki frá Skriðu (moldóttur).
Við fórum í frábæra ferð i borgina með Þrastarhólsbændum um
helgina. Þar var tekinn allur pakkinn, Smáralind,
gokart, út að borða, 101 reykjavík pöbbarölt, ball með
Sálinni, vatnsmýrin gengin á sokkunum (þar sem
sveitakonurnar voru ekki nógu vel æfðar á hælaskónum) og svo
seinast en ekki síst frábær útreiðartúr í Heiðmörk með
frábæru fólki. Það var einmitt í þessum reiðtúr sem
þessir tveir skiptu um eigendur. Í staðinn fengum við
hann Dróma frá Strandarhöfði, 13 vetra rauðan Keilisson.
Það koma myndir af honum síðar:)
22.03.2013

Þetta er hún Trú frá Vesturkoti, hún er 5 vetra og fer mjög
vel af stað, þæg og með gott tölt. Hún er undan
Þristsyninum Hrók frá Þorlákshöfn og Spunadótturinni Mínútu
frá Leirubakka.
17.03.2013
Fórum á stjörnutöltið á Akureyri í gærkveldi. Andreas
keppti á Bessa og var einnig undanfari á henni Óskastjörnu
sinni. Það gekk bara vel. Þór keppti einnig á
Gusti og gekk samkvæmt áætlun:) En svo vorum við með
sýningaratriði eftir hlé og sýndum alsystkinin Kjark, 5
vetra, og Sögu, 6 vetra. Þau eru bæði undan Mola og
Sunnu frá Skriðu fyrstu verðlauna meri sem Bogga systir
Siggu átti. Sunna var felld í vetur 27 vetra gömul.
Hér fyrir neðan eru myndir af þeim systkinum.
Elfa Ágústdóttir sendi okkur þessar myndir:) Einnig er
smá video af þeim á facebook undir "skriðuhestar"

Kjarkur og Þór í skautahöllinni

Saga og Andreas í skautahöllinni
11.03.2013

Kjarkur og Þór í dag:)

Bessi og Andreas í dag:)
05.03.2013

Árhátiðartölt Léttis fór fram á laugardaginn síðasta og
dreif Egill Már sig í keppni. Hann fór á Gusti frá
Hálsi og endaði í 5 sæti. Björgvin Helgason vann mótið
á moladótturinni Þórdísi frá Björgum.
01.03.2013


Við renndum fram í Þúfnavelli um daginn að líta á geiturnar
og kiðlingana. Kiðlingar eru án efa sætustu ungviði
"ever". Svo gæfir og fjörugir. Egill á eina geit
á Þúfnavöllum, þessa sem stendur á hlöðuveggnum, og er hann
með kiðlinginn hennar á myndinni. Það er svo Guðmundur
"geitabóndi" á Þúfnavöllum á fyrstu myndinnni með einn
núfæddann kiðling. Það er svo annars að frétta af
Danmerkurferðinni að Moli vann stóðhestakeppnina á worldcup
og karlarnir rötuðu aftur heim í dalinn eftir reyndar
svolitla leit af lestarstöðum og flugvöllum :)
23.02.2013

Það urðu fagnaðarfundir í morgun í danaveldi þegar þeir
félagar hittust á ný, Þór og Moli, eftir 3 ára aðskilnað:)
Þór fór í góðra vina hópi á worldcup í Óðinsvé um helgina og
sendi okkur þessa mynd í gærkveldi. Moli og Nils
Christian eru svo að fara að keppa í stóðhestakeppninni þar
í dag.
15.02.2013
KEA mótaröðin hófst í gærkvöldi á fjórgangi og skráðu Þór og
Andreas sig til leiks. Þór á Sögu Moladóttur og
Andreas á Bessa Gígjarssyni. Þau eru bæði 6 vetra
gömul og því yngstu hrossin á mótinu. Einungis 1 annað
hross var 6 vetra og var það Orka frá Efri-Rauðalæk og er
hún einnig undan Mola. Þeim gekk nú bara vel og enduðu
í 7 og 8 sæti og nældu sér í nokkur stig. Sjá heildar
úrslit og myndir á
www.lettir.is
13.02.2013


Hér er á ferðinni Óskastjarna frá Stóru Laugum, moladóttir á
6 vetur. Andreas er búin að kaupa Óskastjörnu og ætlar
að taka hana með sér til Danmerkur. Hann tamdi hana í
sumar og líkaði vel enda verulega hágeng og geðgóð
meri :) Það er einnig Óskastjarna á forsíðunni.
12.02.2013


Ég stökk í smá fjallgöngu á sunnudaginn, aðalega í tvennum
tilgangi: í fyrsta lagi til að nota þetta yndislega veður
til að mynda svellin í kringum okkur og í öðru lagi til að
hafa aðeins betri samvisku í rjómabolluátinu sem við tók :)
En á myndunum má hve mikil svell eru. Það sést hvergi
á dökkann díl á túnunum þó úthaginn sé mun skárri.
05.02.2013

Þessir tveir folar eru seldir og á leiðinni úr landi.
Loki, sá alrauði, er undan Mola og er hann á leiðinni til
Finnlands núna í febrúar. Dynur sá vindótti, er undan
Glym frá Innri- Skeljabrekku og er hann á leið til
Noregs. Hann mun þó dvelja eitthvað lengur á landinu
og ekki ákv. hvenær hann fer.
Einnig er hún Þruma frá Neðri- Vindheimum seld og er hún á
leið til Austurríkis og Sólbjörg, Moladóttir, frá Álftagerði
á leið til Svíþjóðar.
Svo hafa einnig nokkur tryppi frá okkur skipt um eigendur
eftir áramótin en það eru þau Sunneva frá Kjarna, Fjöður frá
Grindavík, Skorri frá Skriðu og Lilja frá Skriðu.
27.01.2013


Hann Sikill frá Skriðu, Sunnu og Stælssonur, er búin að vera
í miklu stuði undanfarið. Hann er nú seldur og farin
suður á land kallinn. Hér er video af Sikli:
http://www.youtube.com/watch?v=s21AVMk2TlA
26.01.2013
Góður dagur í dag hér í Skriðu. Fjölmargir komu og
tóku þátt í ísmótinu hérna á túninu í dag og tókst allt vel.
Einnig komu mjög margir að horfa á og vorum við rosalega
ánægð með daginn. Við viljum nota tækifærið og þakka
öllum fyrir komuna og einnig öllum sem hjálpuðu okkur við
þetta :)
Styrktaraðilar mótsins voru Norðlenska, B-Jensen, Þór HF,
Lífland, Mjólkursamlagið, Bjössi á Hesjuvöllum, Byko og
Bakaríið við Brúna. Takk fyrir daginn!

Bílaflotinn:)

Kaffi og sjoppu stjórarnir :)
Úrslit dagsins:
Barnaflokkur

1. Egill Már Þórsson og Gustur frá Hálsi
2. Kristín Ellý Sigmarsdóttir og Dimmir frá
Yrti-Bægisá
3. Anna Ágústa Bernharðsdóttir og Lúkas
4. Oddrún Inga Marteinsdóttir og Tíbrá frá
Skriðu
Minna vanir

1. Ágústa Baldvinsdóttir og Orka frá
Efri-Rauðalæk
2. Þóra Höskuldsdóttir og Steinar frá
Sámstöðum
3. Guðrún G. Thoroddsen og Von frá
Miðhúsum
4. Veronika Gspandl og Spá frá Ytri-Bægisá
5. Matthilda Jeppson og Ljóri frá
Efri-Rauðalæk
1. Matthías Eiðsson og Vaka frá Hólum
2. Egill Þór Bjarnason og Sýn frá Gaukstöðum
3. Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Hrollur
frá Grímsey
4. Baldvin Ari Guðlaugsson og Auður frá
Ytri-Hofdölum
5. Viðar Bragason og Binný frá Björgum
6. Guðmundur Karl Tryggvason og Sóldís frá
Akureyri
7. Úlfhildur Sigurðaróttir og Sveifla frá
Hóli
8. Pernille Lyager Möller og Perla frá
Björgum
9. Andreas Bang Kjelgaard og Bessi frá
Skriðu
10. Jón Páll Tryggvason og Úlfur frá
Kommu
Skeið

1. Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Djásn
frá Tungu
2. Þór Jónsteinsson og Garrri frá Neðri
Vindheimum
3 Ríkharður Hafdal og Þrymur frá Glæsibæ
4 Baldvin Ari Guðlaugsson og Sindri frá Efri
Rauðalæk
5. Egill Már Þórsson og Héla frá Neðri
Vindheimum
6. Baldur Logi Jónsson og Sveppi frá Staðartungu
"Frábært eða hitt og heldur, tölvu"klaufinn" ég
búin að henda út öllum fréttum síðasta mánaðar.
Veit ekki hvernig ég fór að því :( "
En hér koma eitthvað af myndunum:)

Jólin:)


Kjarkur og Andreas að leika sér á svellinu í
janúar :)

Vorum í smá endurbótum á húsinu fyrir jólin!
Fréttir
frá 2012
|